Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 31

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 31
Prestafélagsritið. Hvað er kristindómur? 27 Kristindómurinn verður aldrei skilinn frá Kristi sjálfum; enda vitum vér, að kristindómurinn hefir aldrei verið fluttur svo. Enginn minsti efi leikur á því, að Jesús hefir áreiðanlega eignað sjálfum sér persónulega trúarlega þýðingu fyrir læri- sveina sína. Þetta er þegar, þó ekki væri af öðru, auðsætt af því, hversu lifandi traust til boðskapar hans, sem aftur sprett- ur fram af lifandi trausti á honum sjálfum, var frumskilyrði fyrir viðtöku boðskaparins af þeirra hálfu. Fagnaðarerindis- boðskapurinn, eins og lærisveinarnir fluttu hann eftir að ]esús var frá þeim horfinn að sýnilegum návistum, varð og hlaut að verða ekki aðeins boðskapur þess, sem hafði verið megin- efni prédikunar Jesú, heldur einnig boðskapur um Jesú sjálfan. Hvar sem þeir tala um »fagnaðarboðskapinn«, þá er það ávalt meðfram boðskapurinn um Jesú Krist, Guðs son. Postular Jesú hafa auðsjáanlega aldrei skilið hann á þá leið, að þeir ættu eingöngu að útbreiða kenningu hans eins og svo oft er gefið í skyn af mönnum í ræðu og riti. Og það er þá ekki heldur fagnaðarerindið, að því leyti sem það berg- málar kenningu Jesú, sem sigrað hefir heiminn og gert kristin- dóminn að því stórveldi, sem hann óneitanlega er orðinn í heiminum, heldur fagnaðarerindið að því leyti sem það jafn- framt er fagnaðarerindi um Guðs son, dáinn fyrir oss og upp- risinn oss til réttlætingar. Með fagnaðarerindið um Guðs son fyrst og fremst lögðu postularnir út í heiminn, eftir að þeir höfðu sannfærst um upprisu hans og með henni um það, að hann væri sá sem hann hafði sagst vera, sem sé Guðs sonur. Þegar því ræða er um kristindóminn svo sem »sonarlegt trúarsamlíf Jesú við Guð endurborið í sálum lærisveina hans«, þá er þess að minnast, að skilyrðið fyrir þessu er beint á- kveðin afstaða til Jesú sjálfs svo sem erindreka þess Guðs, sem hann boðaði oss sem föður, svo sem fulltrúa Guðs til að framkvæma Guðs stórvirki á jörðunni. M. ö. o. sonarlegt trúar- samlíf Jesú við Guð getur ekki endurborist í sálum vorum án trúarinnar á hann þ. e. án lifandi trausts á honum svo sem þeim, er hann sagðist vera. Svo var því þá líka farið með lærisveina Jesú forðum daga. Vitnisburður Jesú um föð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Prestafélagsritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.