Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 17
Prestaféiagsritio. Björn Jónsson prófaslur í Miklabæ.
13
og eg sá hann, var öll mín illa líðan horfin, eins og strokin
burt, og vellíðan komin í hennar stað. Man eg ekki eftir að
þær tvær tilfinningar hafi haft jafnskjót vistaskifti hjá mér og í
það sinn. Töframáttur áhrifavaldsins sá fyrir því.
Sr. Björn var mikill lærdómsmaður, og átti eitt hið vald-
asta bókasafn, er eg hefi séð á sveitabæ. Mest bar þar að
sjálfsögðu á guðfræðiritum, og þau las hann mest, en jafnframt
því hafði hann mikinn áhuga á bókmentum vorum, og var
mikill sögumaður. I forntungunum var hann einkar vel heima
og unni þeim mjög, — las jafnvel Ciceró um hásláttinn. —
En umfram alt var hann þó lærður guðfræðingur, og þessvegna
fylgdi því ætíð svo mikið vald, sem hann hafði til málanna
að leggja á fundum okkar, og það því fremur sem við viss-
um, að trúin var sterkasta aflið í lífi hans og ekkert umhugs-
unarefni honum kærara en trúmálin, og að það var hans
hjartans mál að komast þar að sem ábyggilegastri og sann-
astri niðurstöðu, svo að hann gæti staðið þar óbifanlegur eins
og bjargið með þeirri hugsun: Eg veit á hvern eg trúi.
Það liggur í hlutarins eðli að jafn sannur maður og svika-
laus, sem sr. Björn vildi vera í samböndum sínum við Guð
og menn, gat ekki leitt hjá sér að taka afstöðu til hinna nýju
stefna í trúmálunum, sem gert hafa vart við sig nú upp á síð-
kastið. Honum var það Ijóst, að sannleikanum — hvort heldur
er í trúarefnum eða öðrum — verður aldrei neinn greiði gerð-
ur með því að breiða yfir neitt, er stendur í sambandi við
hann, jafnvel þó það hið sama sé eitt af því, sem áður hefir
verið talið með máttarviðum hans. — Fyrir því fór sr. Björn
nú með vísindamannsins áhuga og elju, athygli og nákvæmni,
að rannsaka það, sem »nýja« guðfræðin hafði fram að bera í
þessum efnum og aflaði sér svo mikillar og víðtækrar þekk-
ingar á hinni svonefndu »biblíukritik«, að hann mun hafa
verið þar fróðari flestum okkar guðfræðingum. Sáust þau merki
á fyrirlestri, sem hann hélt á prestafundi á Akureyri 1914.
Lýsti hann þar kostum og göllum hinnar »nýju« guðfræði, tók
fram hið helzta, sem henni væri ranglega borið á brýn, og skýrði
mismuninn sem væri á henni og eldri stefnunni, sem frá hans