Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 39
PresíafélagsritiÐ.
UM KIRKJULÍ F Á ENGLANDI.
Eftir Sigurð P. Síver/sen.
Meðan eg dvaldi á Englandi síðastliðið sumar, rúman tveggja
mánaða tíma, reyndi eg að kynna mér eftir föngum kirkjulíf
Englendinga, bæði til sveita og í borgum. Var eg um tíma á
prestssetri i sveitaþorpi og átti þar kost á að kynnast kirkju-
lífi í söfnuði, sem var á stærð við ýmsa íslenzka söfnuði, um
800 manns. Einnig dvaldi eg í bæjunum Oxford og Cambridge,
sem hvor hefir 50—60 þúsund íbúa, og leitaðist við að kynna
mér kirkjulíf þeirra borga af afspurn og reynd, eftir því sem
mér var unt á fáeinum vikum. Ennfremur reyndi eg að kynn-
ast þessu lítið eitt í stórborginni London, bæði í þessari ferð
minni og einnig við stutta dvöl þar sumarið 1922.
Langar mig til að segja hér nokkuð frá því, er mér virtist
mest einkenna kirkjulíf á Englandi, og jafnframt gjöra þess
grein, hvað eg hygg að vér íslendingar ættum sérstaklaga að
taka oss til fyrirmyndar og gætum lært af kirkjumálum og
kirkjulegri starfsemi Englendinga.
Eitt af því fyrsta, sem hver sá, er vill kynna sér kirkjulíf
Englendinga, hlýtur að veita eftirtekt, er hve margar kirkju-
deildir og trúarflokkar kristnir eru þar í landi.
Samkvæmt opinberri skýrslu, sem eg fékk í ferð minni,
eru árið 1922 alls taldir 16 kristnir trúarflokkar og kirkju-
deildir á Englandi og í Wales.
Af kirkjudeildum mótmælendatrúar er enska biskupakirkjan
(Church of England) langfjölmennust, en næst fjölmennastir