Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 45
Presiafélsgsritið.
Um kirkjulíf á Englandi
41
ýmsir kaflar eða greinar úr nýja testamenlinu. Nefna Eng-
lendingar slíka kirkjusöngva eða lofsöngva »Anthems« og eiga
þeir og nota fjölda slíkra söngva eftir tónsnillinga sína og
einnig eftir ýmsa erlenda tónsnillinga. Vér eigum í hátíða-
söngvum vorum og söngsvörum eins og »Sælir eru þeir«,
sýnishorn af því, sem Englendingar nefna »Anthems«. —
Oft eru einnig játningarnar, syndajátning og trúarjátning,
sungnar, og stundum einnig »Faðir vor«. — Geta guðsþjón-
ustur þar sem söngur og tón, ásamt bænum og biblíulestri,
er aðalatriðið, en engin prédikun er flutt, verið mjög tilkomu-
miklar. Var eg æði oft við slíkar guðsþjónustur í biskupa-
kirkjunni bæði í Oxford og Cambridge og einnig í London,
og varð stundum gagntekinn af söng og orgelleik, sem eg
þar heyrði.
En þótt ekki sé sungið annað en vanalegir kirkjusálmar,
eins og oft er hjá utanþjóðkirkjumönnum, finnur maður hve
vandað hefir verið til söngsins og söngflokkur víðasthvar vel
æfður. Og annað er einnig, sem veldur miklu um áhrif söngs-
ins, og það er, hve sálmarnir eru sungnir í samræmi við efnið.
Um það skrifaði organleikari Páll Isólfsson eftirtektaverða og
þarfa grein, er birtist í fimta árgangi »Prestafélagsritsins«.
Vil eg í þessu sambandi vísa til þeirrar greinar, sem hann
nefnir: »Um meðferð sálmalaga«. Heldur hann því þar fram, að
kirkjusöngur hér á landi sé gerður of daufur og tilbreytingar-
laus, farið sé of hægt með sálmalögin og þau gerð litlaus,
og bendir á, að enska sálmabókin sé þannig úr garði gerð,
að í hverju versi standi merki á hverjum stað, þar sem
breyta á um styrkleik. Telur hann sjálfsagt að gera íslenzku
sálmabókina á líkan hátt úr garði næst þegar hún verði gefin
út. — Sumum kann að virðast, að hér sé ekki um mikils-
verða umbót að ræða, en eg sannfærðist um alt annað við
þessa dvöl mína á Englandi. Þar sá eg enga sálmabók,
hvorki í biskupakirkjunni, né hjá utanþjóðkirkjumönnum, þar
sem ekki voru þessi merki við hverja hendingu, þar sem
breyta átti um styrkleik. Og eftir þessu var alstaðar farið að
meira eða minna leyti. Og ekkert fanst mér gera sálmasöng-