Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 53
Prestafélagsritið.
Um kirkjulíf á Englandi.
49
sú hreyfing hefði eflst ár frá ári og ætti nú mörgum góðum
mönnum á að skipa og starfaði bæði með bókaútgáfu, fund-
um, fyrirlestrum o. s. frv. — Fékk eg mér sumar af bókum
þeim, er félag þetta hefir gefið út á síðustu árum, og Iíka
mér þær vel.
Annars fanst mér, að friðarhreyfingin væri sterkust og
hefði gripið hugi manna föstustum tökum. Báru blöð og ný-
útkomnar bækur þess vott, hve friðarþráin var rík í hugum
fjöldamargra manna, og opinber fundarhöld stefndu að því
að gera þá þrá sem almennasta og hlynna að allri viðleitni
í friðarátt.
En friðarhreyfing þessi er tvennskonar. Annars vegar til
eflingar samvinnu og bræðralags milli stétta þjóðfélagsins og
meðal þjóðanna, — og hins vegar milii kirkjufélaga og flokka
innan kirkjufélaganna.
Bræðralagshreyfingin meðal stétta og þjóða er borin uppi
af öflugum kirkjulegum félagsskap. Er þar stefnt að réttum
skilningi á gildi hinna ólíku stétta innan hvers þjóðfélags og
að samvinnu á kristilegum grundvelli milli þeirra manna, er
mismunandi atvinnu stunda.1) Einnig er með samvinnu þjóð-
félagsfræðinga, verkamannaleiðtoga, atvinnurekenda og presta,
reynt að ráða fram úr atvinnuvandamálum nútímans, og með
margvíslegri fræðslu og málfundum leitast við að koma mönn-
um í skilning um, hvernig líta beri á stjórnmál og þjóðfé-
lagsmál og á skyldur einstaklingsins við þjóðfélag sitt frá
kristilegu sjónarmiði.2) Ennfremur tekur enska kirkjan þátt í
starfsemi alheimssambandsins til eflingar bræðralags meðal
þjóðanna fyrir tilstilli kirknanna.3)
Meðan eg dvaldi í Oxford var þar haldin fjölmenn útisam-
koma til eflingar friðarhugsuninni. Voru samtímis fluttar ræður
úr mörgum ræðustólum, er reistir voru á bezta stað í mið-
bænum. Heyrði eg þar hve mikill hugur mönnum lék á því,
1) „The industrial Christian Fellowship".
2) „Conference on Christian Politics, Economics and Citizenship".
3) „The British Council of the World Alliance for Promoting inter-
national Friendship through the Churches".
4