Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 11
Prestafélagsritiö.
Skyggið ekki á.
7
ast honum, þá mun hann hjálpa þér og þú munt fá að sjá
og reyna, eins og þú óskar.
Einkennilegt tákn tímanna er það, hvernig verkalýðurinn
hefur snúið baki við kirkjunni, eða kirkjunum, nú um marga
áratugi í flestum kristnu menningarlöndunum. Er það ekki
undarlegt og íhugunarvert? Jesús Kristur kom sér bezt við
þann flokk mannfélagsins, þá fátækustu, bágstöddustu og þá
sem lægst voru settir. Það fólk þyrptist að honum til að hlusta
á hann, og úr þeim flokki eignaðist hann fyrstu lærisveinana.
En er þá sú stétt manna nú á dögum orðin svo ólík því sem
hún var fyrir 1900 árum, að hún fráfælist nú Krist og kenn-
ingu hans? — Ólíklegt þykir mér það. Er ekki hitt heldur,
að boðskapurinn, sem kirkjurnar hafa flutt, sé orðinn nokkuð
annar en sá, sem Jesús flutti? Væri hugsanlegt, að þeir fá-
tæku og smáu hyrfu svo alment frá kirkjunni, eins og nú á
sér víða stað, ef kirkjan hefði ekki brugðist skyldu sinni og
flytti enn sams konar gleðiboðskap og Jesús gerði?
Þeir eru býsna margir nú á dögum, sem þykjast hafa mik-
ið út á »kristindóminn« að setja, ímynda sér, að þeir geti
alls ekki verið kristnir menn og vilji það ekki. En langoftast
er þetta af misskilningi sprottið, af því að þeir þekkja ekki
kristindóminn í sinni upprunalegu mynd. Þeir hafa aldrei séð
Krist »með óhjúpuðu andliti.* Það hefur verið skygt á hann
fyrir þeim.
Kirkjan hefur oft viljað afsaka sig, þegar margir gerast
henni fráhverfir, afsaka sig með því, að fólkið sé orðið svo
spilt, að það þoli ekki að heyra hina »heilsusamlegu kenn-
ingu*. Vera má, að stundum sé nokkuð hæft í því. Vera má,
að hugsanir Jesú Krists um hinn ástríka föður allra manna
og um Guðs ríki hér á jörðu — svo á jörðu sem á himni
vera má að slíkar hugsanir séu of stórfenglegar fyrir nútíðar-
innar smásálarskap, bölsýni og vantraust. En þó held ég, að
fráhvarfið stafi sjaldnast af því, að aðalhugsjónir kristindóms-
ins séu boðaðar með of mikilli alvöru og afli og fyrir þeim
barizt af alhuga. Hitt mun fæla fleiri frá kirkjunni, að kenni-