Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 64
60
Hálfdan Helgason:
Preslafélagsritiö.
í
Sundar yfirgaf svo heimili siti og hélt á burt út í óvissuna,
aleinn og vinum horfinn.
Sundar hélt nú til Rapur, bæjar er lá skamt frá, til fundar
við trúbræður sína þar. Þar var honum tekið tveim höndum, en
skyndilega varð hann mjög veikur. Síðasta máltíðin í föðurgarði
hafði verið blönduð eitri. Læknir var sóttur og kvað hann
eitur þetta svo banvænt, að Sundar væri ekki ætlandi líf
næturlangt. Sá spádómur rættist þó ekki, en í marga daga
var Sundar milli heims og helju. A meðan veittu ættingjar
hans honum hvert banatilræðið á fætur öðru. En dauðinn
varð að lúta í lægra haldi. Sundar smáhrestist. A sextánda
fæðingardegi sínum, 3. sept. 1905 tók hann skírn. Honum
var það ljóst, hvert alvöruspor hann hefði stigið og hvers
hann átfi að vænta í framtíðinni. En hann var með öllu
óhræddur og ókvíðinn. Sem erindreki og þjónn drottins lagði
hann nú af stað, klæddur hinum gulu klæðum »sadhuans«, án
peninga, án malpoka, án matar og án stafs. Ollum sínum
áhyggjum varpaði hann upp á drottin sinn. Alt, sem hann
þurfti með, á þeirri krossgöngu, sem nú fór í hönd, fann
hann í 23. sálmi Davíðs: »Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta«.
Þannig útbúinn hóf Sundar Singh fyrstu trúboðsferð sína.
En í hjarta hans brann heilagur eldur lifandi guðstrausts og
fórnandi kærleika, eldur, sem logaði því skærar, því fleiri örð-
ugleikar, sem urðu á leið hans. Dögum saman gekk hann
um landið dauðþreyttur og með blóðugar fætur. Dögum sam-
an hafði hann ekkert annað til matar, en þurrar brauðskorp-
ur og óhreint, staðið vatn. A nóftunni varð hann oftast að
hafast við í myrkum hellisskúía, því hver vildi hýsa slíkan
trúníðing og þjóðarsvikara? En alstaðar og við öll tækifæri
boðaði hann frelsara sinn og drottin. Ekkert gat aftrað hon-
um, hvorki skæðar drepsóttir eða grimmileg píslartæki of-
stækisfullra óvina. En þótt ferð hans yrði honum að mestu
leyti, að því er hið ytra snertir, sannkölluð píslarganga, þá varð
hún honum einnig fagnaðarrík sigurför. Því að samfara ytri
þjáningum efldist innri friður og gleði hjartans. I öllu, smáu