Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 34

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 34
30 Jón Helgason: Prestafélagsritið. arinnar; því að útlistanirnar, svo nauðsynlegar sem þær eru, viðkoma í rauninni alls ekki trúnni öðru vísi en sem útlist- unar-tilraunir. Það sem áríður fyrir oss er, að vér ruglum ekki saman trúarlegu staðreyndunum sjálfum og útlistunum þeirra, sem vér eigum þar sem eru kennisetningar kirkjunnar eða kannske öllu heldur guðfræðinganna. Og þessa ber ekki sízt að gæta, er vér stöndum gagnvart sjálfri persónu Jesú Krists, að vér þar ekki ruglum saman hinni sálfræðilegu stað- reynd, trúarlegri sjálfsvitund Jesú, eins og hún birtist í lifandi sonarlegri guðrækni hans, og hinum guðfræðilegu útlistunum á þessum staðreyndum eða kennisetningunum sem utan um þær hafa ofist. Trúarleg sjálfsvitund Jesú er ávalt og alstaðar hin sama, en kennisetningarnar hver annari ólíkar og sí- feldum breytingum háðar. Af engu er þetta oss jafn augljóst og af þróunarsögu lær- dómsins um guðs-sonerni Jesú. Af öllu áreiðanlegu er það að minni hyggju áreiðanlegast, að Jesús sagðist vera Guds sonur. Þetta er beint hjartablað trúarlegrar sjálfsvitundar hans, rót og grundvöllur alls guðs-sambands hans, alls trúarsamlífs hans við Guð, sem eg því hefi kallað sonarlegt trúarsamlíf. Eins vitum vér öll og finnum, að ekkert nafn samsvarar betur hinni yndislegu mynd hans, dýrð hins innra manns eins og hún ljómar á móti oss í guðspjöllunum, en einmitt sonarnafnið, sem hann notar sjálfur til að lýsa með afstöðu sinni til Guðs. Því er nú ekki að neita, að útlistanir guðfræðinganna á guðssonar-hugmyndinni hafa ekki ávalt reynst jafn hollar fyrir kristindóms-tileinkunina hjá leikmönnum innan safnaðanna, og að Kristmyndin, sem ríkjandi varð innan kristinna safnaða, fjarlægðist einatt um of þá mynd, sem vér eigum í guðspjöll- unum. En af því leiddi aftur, það er sízt skyldi, að mönnun- um vildi gleymast hinn náni skyldleiki, sem er milli sonar- legrar guðrækni vorrar, að hann hefir sjálfur lifað því trúar- samlífi við Guð hér í tímanum, sem hann ætlar oss að lifa Iærisveinum sínum, svo að hjá honum fyrst og fremst er að fá þá útskýringu á eðli kristindómsins, sem vér leitum að með spurningunni: Hvað er kristindómur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Prestafélagsritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.