Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 45

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 45
Presiafélsgsritið. Um kirkjulíf á Englandi 41 ýmsir kaflar eða greinar úr nýja testamenlinu. Nefna Eng- lendingar slíka kirkjusöngva eða lofsöngva »Anthems« og eiga þeir og nota fjölda slíkra söngva eftir tónsnillinga sína og einnig eftir ýmsa erlenda tónsnillinga. Vér eigum í hátíða- söngvum vorum og söngsvörum eins og »Sælir eru þeir«, sýnishorn af því, sem Englendingar nefna »Anthems«. — Oft eru einnig játningarnar, syndajátning og trúarjátning, sungnar, og stundum einnig »Faðir vor«. — Geta guðsþjón- ustur þar sem söngur og tón, ásamt bænum og biblíulestri, er aðalatriðið, en engin prédikun er flutt, verið mjög tilkomu- miklar. Var eg æði oft við slíkar guðsþjónustur í biskupa- kirkjunni bæði í Oxford og Cambridge og einnig í London, og varð stundum gagntekinn af söng og orgelleik, sem eg þar heyrði. En þótt ekki sé sungið annað en vanalegir kirkjusálmar, eins og oft er hjá utanþjóðkirkjumönnum, finnur maður hve vandað hefir verið til söngsins og söngflokkur víðasthvar vel æfður. Og annað er einnig, sem veldur miklu um áhrif söngs- ins, og það er, hve sálmarnir eru sungnir í samræmi við efnið. Um það skrifaði organleikari Páll Isólfsson eftirtektaverða og þarfa grein, er birtist í fimta árgangi »Prestafélagsritsins«. Vil eg í þessu sambandi vísa til þeirrar greinar, sem hann nefnir: »Um meðferð sálmalaga«. Heldur hann því þar fram, að kirkjusöngur hér á landi sé gerður of daufur og tilbreytingar- laus, farið sé of hægt með sálmalögin og þau gerð litlaus, og bendir á, að enska sálmabókin sé þannig úr garði gerð, að í hverju versi standi merki á hverjum stað, þar sem breyta á um styrkleik. Telur hann sjálfsagt að gera íslenzku sálmabókina á líkan hátt úr garði næst þegar hún verði gefin út. — Sumum kann að virðast, að hér sé ekki um mikils- verða umbót að ræða, en eg sannfærðist um alt annað við þessa dvöl mína á Englandi. Þar sá eg enga sálmabók, hvorki í biskupakirkjunni, né hjá utanþjóðkirkjumönnum, þar sem ekki voru þessi merki við hverja hendingu, þar sem breyta átti um styrkleik. Og eftir þessu var alstaðar farið að meira eða minna leyti. Og ekkert fanst mér gera sálmasöng-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.