Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 69
Prestafélagsritið.
Sadhu Sundar Singh.
65
æsar. En Kristur sjálfur er eins og baktjaldið fyrir öllum sýn-
um Sundars. Með augum andans sér hann Krist sjálfan og hjá
honum fær hann lausn á ýmsum þeim vandamálum, sem hann
sjálfur fær ekki við ráðið. Þessar sýnir eru t. d. að miklu leyti
grundvöllurinn fyrir kenningu hans um himnaríki, helvíti, upp-
risuna og dóminn. En eins og minst hefir verið á áður, þá
gerir Sundar aldrei neitt til þess að koma sér í slíkt hrifn-
ingarástand. Hrifningin er náðargjöf Guðs, sem á að þiggja
með auðmjúku hjarta, en ekki sækjast eftir þ. e.: reyna að fram
leiða. Hún er gjöf, sem Guð aðeins veitir einstaka þjónum
sínum, og hann einn ákveður nær eigi að verða slíkrar náðar
aðnjótandi. Sundar kemur þá líka sízt til hugar að halda því
fram, að sýnirnar séu bezta, hvað þá heldur einasta meðalið
til þess að öðlast þekkingu á trúarsannindum, eins og þessi
orð hans sýna: »Sannleikurinn er einn, en mennirnir öðlast
hann á ýmsa vegu«. Sundar minnist þá líka næstum aldrei á
sýnir þessar í prédikunum sínum, jafnvel þótt þær liggi að
baki mörgu því, er hann talar um. Hann hræðist það ann-
ars vegar, að mentaðir menn, sem ekki þekkja eðli og einkenni
slíks dulræns trúarlífs, muni gerast sér og boðskap sínum al-
gerlega fráhverfir, og hins vegar óttast hann, að fáfróð, lítilsigld
alþýðan, einkum í Austurlöndum, muni eigna honum, sjáand-
anum, þá tign og þann heiður, sem Kristi einum ber.
Þessa örfáu þætti hins dulræna trúarlífs Sundar Singhs verð-
um vér að hafa í huga, er vér nú virðum fyrir oss nokkra
aðaldrætti kenningar hans. Hann er ekki guðfræðingur. Hann
kemur fram fyrst og fremst sem guðinnblásinn prédikari. Hann
vitnar um ]esú Krist, sem frelsara sinn, er frelsaði hann frá synd-
inni, tók burt efann úr hjarta hans og veitti honum þann frið og
þá gleði, sem hann hafði ekki getað fundið í trúarbrögðum þjóðar
sinnar. Aðeins ein bók hefir komið út eftir hann sjálfan, bókin:
»Við fótskör meistaranssem segir frá því, hvernig Kristur
birtist Sundar í hrifning hans og veitir honum lausn á ýmsum
vandamálum. En prédikun hans birtir oss þó fastmótaða lífs-
skoðun, sem hann klæðir í hrífandi líkingabúning. Hann talar í
líkingum og hugsar í líkingum. Lífsskoðun hans, eða kenning,
5