Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 59

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 59
Prestafélagaritið. SADHU SUNDAR SINGH. Eftir séra Hálfdan Helgason. Saga heiðingjatrúboðsins er saga píslarvættisins. Frá því er trúarhetjan mikla, Páll postuli, hóf kristniboðsstarfsemi sína meðal heiðingja og alt til vorra daga, hefir trúboðsakurinn verið sannkallaður blóðakur, þar sem streymt hefir blóð margra ágætustu manna kristinnar kirkju. Vér Evrópumenn, er heima sitjum, getum vart gert oss í hugarlund, hvílíkt starf heiðingjatrúboðans er. Það veit sá einn til fulls, er sjálfur hefir orðið að glíma við þau ógnaöfl, sem hvervetna sitja um trúboðann og reyna að eyða og deyða fyrst hann sjálfan, bæði andlega og líkamlega, og því næst sérhvern ávöxt iðju hans og starfsemi. Hatur, heift og fyrirlitning, vonbrigði, örvænting, ógurlegar ofsóknir og pintingar, sem ekki verður með orðum lýst — þetta var hlutskifti frumtrúboðans mikla og þetta er hlutskifti heiðingjatrúboðanna enn þann dag í dag. En saga heiðingjatrúboðsins er einnig saga hins sigrandi frelsara. Hún er sagan um frelsandi sigurmátt Jesú Krists og sagan um óþrjótandi blessunarlind kristilegrar lífsskoðunar, sem veitir öllum þeim líkn og frið, sem vill lúta niður að henni og ausa úr henni. Ella væri heiðingjatrúboðið löngu úr sögunni. Hefði ekki Guð á liðnum öldum svo dásamlega auglýst mátt sinn á trúboðsakrinum, þá væru löngu kulnaðar Slóðir trúboðsáhugans hjá þeim söfnuðum heima fyrir, er fórnað hafa mörgum sínum beztu sonum og dætrum fyrir út- breiðslu fagnaðarerindisins meðal heiðingja. Það eru ekki að- eins angistar og neyðaróp, frá vörum kvalinna píslarvotta, sem borist hafa til eyrna heimasafnaðanna, heldur einnig lof-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.