Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 4
4
fyrir mig í biblíurmi og biðjið bæn, eða gjörið eitt-
hvað, sem getur hjálpað mjer.“
Það kom vandræðasvipur á stýrimann og hann
svaraði hikandi: „Jeg hef ekki lag á að biðja og
biblíu á jeg ekki t.il í eigu minni. Jeg vildi feginn
hjálpa skipstjóranum, en jeg veit ekkerthvað gjöra
skal.“
„Kallið þjer á undir-stýrimanninn,“ svaraði skip-
stjóri, hann getur ef til vill sagt mjer, hvað jeg á
að gjöra. “
En það fór á sömu leið. Hann kvaðst skyldi
spyrja hásetana, hvort þeir gætu ekki „lesið bæn
eða kapítula fyrir skipstjórann." — Svo fór hann
til þeirra, en þeir svöruðu allir á sömu leið, að þeir
treystu sjer til 'nvorugs, þeir voru öðru vanari en
bænalestri: Loks sagði brytinn: „Bíðum við, jeg
held hann Jón litli lcáetuþjónn eigi biblíu, Hann
var hjei' um daginn að lesa í einhverri bók, som
var ekki óáþekk bibliu."
Jóni litla var sagt áð fara inn til skipsljóra,
en ekkert sagt um erindið. Hann varð smeikur
við spurningu skipstjóra.
„Jón,“ sagði hann, „átt þú biblíu, sem þú
lest í?“
„Já“ svaraði Jón, „on jeg ios ekki i honni, herra
skipstjóri, nema í tómstundum mínum."
„Jæja,“ svaraði skipstjóri, „sæktu hana og
reyndu að finna eitthvað 1 henni um það, hvernig
jeg geti fengið fyrirgefningu synda minna.“
Jón hljóp í snatii eptir biblíunni, hún var síð-