Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 12

Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 12
12 og enn raunalegni er það fyrir Drottinn sjálfan að sjá sálirnar, sem hann elskar og vill frelsa, smá- hafna náð hans, en þó er það í raun og veru allra raunalegast fyrir vesalings mennina sjálfa. Jesús segir: „Sjá jeg stend við dyrnar og ber. Hann ber að dyrum með ræðuni, ritum, sam- tali, samvizkunni, erfiðleikum, og ýmsu öðru. Þú verður var við hann, en ef þú rist ekki þegar á fætur og opnar dyrnar, verður þú minna var við hann á movgun og loks hættir þú alveg að heyra til hans, jafnvel þótt þú hlaupir í kirkju og á sam- komur. Yinur ,minn, ertu i tölu þessara manna? Ef svo er, þá ertu í óttalegri hættu. Vitanlega hvíslar Satan að þjer núna, þegar þú lest þetta, að þú þurfir ekkert að óttast, en hlustaðu ekki á hann; hann er faðir lýginnar. Kom til Jesú, gef honum allt hjarta þitt. Iíom í dag. Kom þú ungi maður og unga stúlka! Hlustaðu ekki á heiminn, sem segir þjer að þú þurfir ekki að verða betri en aðrir, þú skulir „njóta lífsins" í æskunni, alvarlegar hugsanir geti beðið til morguns, já, beðið allt til elliáranna. Allar listisemdir og nautnir geta ekki fullnægt þrá hjarta þins, það verður órólegt þangað til það hvílist í lifandi Guði. Ætlaðu ekki að fjöidinn, sem hugsar ekki nema um munn og maga og hrópar á þig með sjer, sje í raun og veru ánægður og rólegur. Nei, þar er fullt af blæð- andi hjartasárum, sem engar skottulækningar geta bætt, og svo órólegur er hann, að hann jafnvel itrar og skelfur, ef einhverjar lygasögur heyiast

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.