Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 29

Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 29
29 sem hafa vit á að grubla út í þessháttar/ sagði Jakob með fýlusvip. „Pað getur vel verið Jakob, en núg iangar nú samt til að eiga hana, þá get jeg gætt að, hvort það var satt, sem þeir sögðu á samkomunum um Jesúm.“ „Jæja, jeg skal fara; en jeg hef ekki vit á að kaupa biblíu." „Fischer hefur biblíu fyrir einn skilling, en flýttu þjer nú, svo þ°ir verði ekki búnir að loka.“ Jakob fór og var daufur í bragði, en þegar hann kom aptur, var farið að glaðna yfir honum. „Fischer sagði, að bibiían væri einmitt bezta gjöfin, sem jeg gæti gefið þjer að skilnaði, og hún mundi sjálfsagt verða þjer til meiri blessunar og gleði en þúsund pund steriing, svo jeg er farinn að halda að það sje eitthvað í henni, sem okkur er vert að lesa.“ „Jeg átti von á því,“ sagði Tómás, og greip biblíuna feginshendi. „Enn hvað þú varst vænn að gefa mjer fyrir henni.“ Pessir tveir pilf.ar mættust aldrei framar hjor á jörðu, en hefði Jakob sjeð hversu heiliavænleg gjöfin var, liefði honum þótt meir en tilvinnandi að spara saman fyrir aðra biblíu. Tóinás fann frelsar- ann við lestur Guðs orðs, sá að Drottinn hafði elskað hann og dáið fyrir liann, og fann fullan frið og sáluhjálparvissu. En svo sá hann og af ritningunni að hver sá, sem guð hefur hjálpað, á að hjálpa öðrum að uppsprettu Hfsins.

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.