Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 27

Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 27
Krypplingurinn. í austurhluta Lundúnaborgar, þar sein fátækt- in og eymdin hafa aðsetur sitt, lá fátækur drengur í ijelegu þakherbergi. Hann hjet Tómás. Hann hafði verið krypplingur frá því hann fæddist; hann var búinn að liggja þarna i tvö ár, og fáir skiptu sjer af honum. Tómás var 9 ára gamall, þegar hann missti báða foreldra sína, honum var þá „komið fyrir“ hjá gamalli konu, sem hann kallaði ,ömmu“ sína. Hann hafði verið svo hress í noklcur ár, að hann gat haltrað um á hækjum sínum, hreinsað göturnar og annast smásnúninga fyrir hina og abra, til að vinna sjer inn fáeina aura, en síðustu tvö árin hafði hann legið rúmfastur eins og áður er sagt. Móðir hans hafði kennt honum að lesa og skrifa, en hún hafði ekki sagt honum neitt um Jesúm, sem elskar litlu börnin. í kulda og illviðii hafði hann samt opt farið á kristilegar samkomur, sem voru haldnar þar skammt frá, því þar var stór og góður ofn, sem hann gat vermt sig við. Hann hafði lítið hirt um það, sem sagt var, en hugsað meira um hlýindin og birtuna í húsinu. Samt hafði eitthvað fest sig í huga hans; og í einveru sinni og ieiðindum fór hann nú að hugsa um það, og smárn saman varð hann gagn- tekinn af löngun eptir að heyra eitthvað meira um Guð, og eignásf, biblíu,

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.