Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 24

Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 24
24 hjá mjer leiði á sjálfum mjer og öllu Jífi mínu. Þjer hafib kollvarpað öllu þvi, sem jeg áður hafði stuöning af. Jeg hef ekki verið rólegur eina stund síðan jeg asnaðist í kirkju til yðar. Jeg ætlaði að draga dár að yður eins og öllum þessum poka-prest- um, en svo var jeg nógu heimskur til að láta yður hræða mig. Jeg hef hundrað sinnum sagt við sjálfan mig að það sje allt lygi, það kemur að engu liði! Bölvuðu orðin yðar brenna mig eins og eldur! — Jæja, nú hafið þjer heyrt játningu mína,“ bætti hann við, „farið þjer nú og hælizt um, að þjer hafið getað hrætt alræmdan vantrúarmann, og lofið mjer að fara til helvítis í friði!“ Hann hló æðislega og reyndi að losa handlegg sinn úr hendi prestsins, en það tókst ekki. Bað brá fyrir undarlegum glampa í augum prestsins, og hann sagði hægt og vingjarnlega: „Það er einmitt það, sem mig langar að koma í veg fyrir, þjer eruð of góður til þess. Drottinn vill að þjer farið allt annað, og þess vegna hefur hann sent mig hingað í kvöld. “ — Svo sleppti hann handlegg sjúklingsins, og taiaði við hann, þangað tii að fór að birta af degi. Þegar hann bjóst til að fara, rjetti sjúklingurinn honum ósjálfrátt hendina. Hann var enn þá æði þungbúinn á svip, en þrjóskan og hæðnin voru samt horfin. „Komið þjer aptur? spurði hann, og það var hálfgerð ógnun i rónmum. „Já, jeg kem vitanlega svo fljótt semjegget." Og hann kom aptur dag eptir dag í raargar

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.