Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 6

Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 6
6 Skipstjori hlustaði á með athygii og þegar hjer var koniið, sagði hann í hálfum hljóðum: „Já, það er satt, það er jeg, sem hef villzt, snúið mjer frá guði og gleymt honum. Nú þyrfti jeg að geta reitt mig á orðið um hann, sem var særður Yegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Jeg býst við að jeg þurfi einmitt á því að halda. Það er huggun í þeim orðum ef jeg gæti verið viss um að þau snertu mig.“ Jón litli var farinn að verða kjarkmeiri og sagði því: „Má jeg ekki lesa þetta vers eins og mamma mín las það stundum fyrir mig?“ Skipstjóri gaf þegjandi samþykki sitt og drengurinn las hægt og lágt: „Hann varsærður vegna synda Jóns og kram- inn vegna misgjörða Jóns, hegningin, sem Jón hafði tilunnið, var lögð á hann, og fyrir hans benjar varð Jón heilbrygður. “ l’að varð löng þögn; ekkert heyrðist nema skvampið í öldunum, ' Loks sagði Jón hikandi: „Mamma sagði, þegar hún var að kveðja mig: Gleymdu því aidrei, góði minn, að Jesús dó i staðinn fyrir þig.* Skipstjóri sagði að eins: „Það var vel sagt.“ En rjett á eptir bætti hann við: „Lestu þetta aptur, en settu þá mitt í staðinn fyrirþitt; segðu. Hann var særður fyrir syndir Jóhanns.* Drengurinn gjörði það og að því loknu sagði skipstjóri: „Það er nóg, Jón Jitli. fað er dásam- legt. Farðu pú, góði minn, jeg' þarf að hugsa um þetta. “

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.