Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 5

Vekjarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 5
5 asta gjöf móður hans áður en hann fór að heiman. „Lestu, lestu,“ sagði skipstjóri óþolinmóður. „Hvar á jeg að lesa fyrir yður?“ spurði Jón. „Hvað ætli jeg viti um þaö?“ svaraði skip- stjóri. „Geturðu ekki fundið eitthvað um fyrirgefn- ingu syndanna?" Drengurinn blaðaði vandræðalega í ritningnnni, loks sagði hann: „Ætli það sje ekki bezt jeg lesi uppáhalds kapítulann hennar mömmu?“ Hann fletti upp Jesajasar spádómspók 53. kapí- tula, og las hægt og seint, — satt að segja var hann ekki vanur upplestri, — byrjun kapítulans: „Hver trúði því sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber? Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur nje glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, nje álitlegur svo að oss fyndist til um hann. Hann var fyrir- litinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sin, fyrirlitinn, og vjer mátum hann einskis; — en vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði; vjer álitum hann refsaðan, sleginn af guði og lítil- jættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða; hegningin, sem vjer höfðum til unnið, kom niður á liann, og fyrir hans benjar urðum vjer heilbrygðir. Vjer fórum g.jlir villir vegar sem sgiiðjr"---—

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.