Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Qupperneq 14
12
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Hann gekk inn í öndina. Dyravörðurinn
kom til hans, og spurði hann erinda.
Honum flaug alt í einu nokkuð í hug.
Pað varð að vera —hann var fastráðinn í því.
Ef hiín hefði mannlegt lijarta, yrði hún að bæn-
heyra hann. Hafði hún ekki horft á hann
meðaumkunarfullum augum í gær? í gær hafði
hann skammast sín— í dag ætlaði liann að segja
henni frá öllu saman, eins og það var, liver
svo sem hún væri. Ef til vill mundi hún
Iíkna honum. Hann ætlaði ekki að biðja um
neitt —nema hundinn— bara fáeina daga, ef það
gæti orðið svo ; ef til vill fengju þeir þá að
deyja satnan— og yfir þeim dauðu hafa þeir
Iifandi mist réttindi sín.
Hann spurði hvar ungfrú Agata Móralt
byggi.
«Á neðsta Iofti».
Hann gekk upp breitt riðþakið ábreiðum,
og hringdi.
Stúlka tók opna hurðina. Hvað vildi hann?
«Tala við náðuga ungfrúna.»
«Rað er nú ekki hægt».
«Því þá ekki?»
«Af því að náðug ungfrúin ferðaðist burtu
í gærkveldi ogkemurekki svo fljótt aftur. Hún
fékk vírskeyti um að koma til frænda síns, sem
liggur við dauðann.»
Max Odrigh fölnaði við; það var skipbrot
fyrir hann.
«Og Cæsar?» spurði hann, »Hvar er
Cæsar. ?»
«Cæsar?» spurði stúlkan hissa, «eg veit
ekkert hvað það er».
«Það er hundurinn minn — hundur;hin
náðuga ungfrú keypti hann af mér í gær.»
< Nú, já, þér meinið hann Zeppa, hann
er hér eftir.»
Max Odrich létti. «Gæti eg ekki fengið
að sjá hann.»
«Nei, það má eg ekki gera.»
«En þjónninn, liann leyfir mér það; hann
þekkir mig; er hann ekki heitna ?»
• Hann fór með náðugri ungfrúnni; hún
vildi ekki taka hundinn með sér af því að
hún var honurn svo ókunnug. En rnér er
stranglega bannað að láta hann komast út —
eða láta nokkurn koma inn ti! hans.» —
Ungi málarinn var sem þrumulostinn. Síð-
ustu vonirnar lians voru strandaðar. Hvað
átti hann nú að segja ?
Stúlkan hafði aðeins opnað hurðina í hálfa
gátt, eins og hún væri hrædd við það ef gest-
urinn liti inn fyrir
Nú kvaddi hún hann stuttlega og lét aftur
hurðina. Max slamraðist ofan riðið og út. Rauna-
mælir hans var nú fulhnældur; liann sá úr-
slitinn fyrir augum sér; bara að hann þyrfti
ekki að deyja svona einn.
Hann vissi ekkert hvert halda skyldi. Alt-
af dróst hann að strætinu — að húsinu. Til
hvers svo sem ? Það vissi hann ekki sjálfur.
En liann beið — og beið — og beið — og
skeytti hvorki hungri né þorsta.
Undir kvöldið hrökk hann saman við skark-
ala. Fólk flyktist saman; björtum glampa sló
upp úr næsta húsi við, og sló honurn fram
á strætið. Neistum þeytti hátt í loft upp, og
rigndi þar yfir hann. í næsta turni fór að
glamra í klukkutn, óp, arg og óhljóð fyltu
strætið.
Max Odrich hugsaði ekki um neitt annað
en hann Cæsar sinn. Ef eitthvað yrði nú að
hundinum! Hann var lokaður inni! Ef hann
gleymdist nú í þessum ósköpunt sern á gengu,
og næsta húsið brynni. Hann ruddist í gegn-
um mannþröngina að húsdyrunum. Að inn-
an heyrði hann hlaup, sköll og hurðaskelli.
Einhver mannsmynd þaut fram hjá honum. Það
var stúlkan, sem hann liafði talað við um morg-
uninn. Hann ætlaði að spyrja hana, en i fát-
inu og ósköpunum tók hún ekki eftir honum,
en þaut fram í mannþyrpinguna á strætinu, og
hvarf þegar.
Á eftir henni kom einhver þjótandi löng-
un, þungum stökkum — ofan riðið.
«Cæsar»! braust sem fagnaðaróp upp frá
brjósti málarans.