Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 13 Hundurinn hoppaði í kringum hann eins og hann væri ærður af feginleika. I fátinu og ósköpunum hafði stúlkunni gleymst að loka dyrunum, og hundurinn hafði notað sér færið að fara út og leita að hús- bónda sínum. «Cæsar, Cæsar, ertu það nú fyrir víst, er eg búinn að fá þig aftur, væna trygðatröllið mitt», sagði málarinn, og klappaði honum á belginn. Hundurinn flaðraði upp um hann, lagði framlappirnar á axlir honum og sleikti á honum hendurnar í ofsakæti. Hávaðinn óx á strætinu, eldsbirtan fór vaxandi, og hættan virtist aukast. Max Odrich flýtti sér út á strætið. «Cæsar — komdu!» Hundurinn fylgdi honum og ýlfraði af gleði. Málarinn horfði í kringum sig til þess að vita, hvort nokkur tæki eptir sér. En allir gláptu á eldinn, sem einmitt þá brauzt sprak- andi upp úr þakinu. Stúlkuna var hvergi að sjá. Hann tók í hálsbandið á hundinum, til þess að týna honum ekki í mannþrönginni, eða hann træðist ekki undir eða ienti undir hjólum slökkvivélanna. Hann beygði inn í næstu þvergötu. Svo slapp hann burt án þess að eftir væri tekið, og var þá sloppinn með Cæsar í togi. Fyrst hvíldi það þungt á honum, hvern- ig hann hafði komist að hundinum aftur; hann gerði bæði að fölna og roðna á víxl. Hann hafði tekið óheimildartaki á annara eign; stolið hundinum, sem hann átti ekki lengur sjálfur, á laun; hann gat nú ekki framar litið frjálsu auga upp á nokkurn mann. Enn þá var tími til þess að skila honum. En þá var líkleg- ast að tekið yrði eftir ’ionum. Hanngatsagt, að hundurinn hefði eltsig af sjálfsdáðum, þegar hann slapp út. Rað var nú reyndar lýgi, og að Ijúga fanst honum enn verra en að stela. Ekki vildi hann saurga sig á því. Nei, hann varð að vera það, sem hann varorðinn: — þjófur, og hann vildi það líka. Hann stóð á því með þverúðarfullum þráa — hann gleymdi óllu við það, að fá aftur þetta uppáhald sitt. í næstu slátrarabúð keypti hann sér allskonar góðgæti handa honum. Svo fór hann með hann heim í stofu sína, kalda og tómlega. Á borðinu sá Max Odrich bréf, sem hafði verið látið þar á meðan hann var í burtu; fékk það honum eigi lítillar undrunar. Hann hafði óbeit á að snertabréfið. Hann átti einskis góðs von úr neinni átt. Jafnvel vinir hans höfðu gleyrnt honum á seinni tímum, eftir að hann var hættur að koma til þeirra. En við að sjá bréfið, datt honum í hug skattseðill hundsins, seni hann hafði gleymt að fá stúlkunni um morguninn, og liann hafði !of- að ungfrúnni að skila þá um daginn. Regar hún kæmi nú aftur, saknaði hunds- ins og fyndi ekki seðilinn, mundi henni detta hann 'fyrstí hug, og annaðhvort senda til hans, eða enda koma sjálf, og þá yrði hann nú al- gerlega sannaður — að þjófnaði. Seðillinn varð að fara — og það und- ireins, þannig bæri hann bezt af sér allan grun. Hann opnaði því ekki nýkonma bréfið, en þaut út á stræti, keypti frímerki í næstu búð, smokk- aði seðlinum í það, reit utan á, og lét það í næsta póstkassa. Nú varð honurn rórra um stund. Hann fór heim aftur og tók bréfið; á því var póst- stimpillinn «Aschaffenburg.» Hann varð hálfforviða. Rar þekti liann engan mann. Hann reif bréfið upp; það var kvenhönd á því, og hljóðaði það svo: < Háttvirti herra! Eiginlega ætlaði eg að gera það strax í gær, en alvarleg. og heilög skylda kallaði mig hingað. Nú skal eg gera það þegar. Eg finn að eg er í skuld við yð- ur. í gær, þegar eg kom heim til mín af hundamarkaðinum, hitti eg kunningja minn þar heima fyrir. Maður, sem hefir gott vit á hund- um, hældi ákaflega honum Cæsari yðar — mínum nú að segja. Hann væri meira virði en hundar gerðust nú á dögum. Eg hafði gam-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.