Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Page 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
15
xRrótturinn, hugrekkið og snarræðið er
það, sem konan dáist mest að hjá manni þeim,
;r hún elskar, An þessara eiginlegleika stend-
ur hann henni jafnfætis, og hæpið jafnvel, að
hann geti haldið sér þar til lengdar og lendi
eigi skör lægra".
A þessum þrem eiginlegleikum, sem Að-
alheiður nefndi, bar þá fremur lítið hjá bróð-
ur hennar; hann var snoturt ungmenni, hafði
allan hugann á veðreiðum og skemtunum,
og var fremur óráðssamur í peningasökum.
Þó hafði hann náð hylli og Iofast hinni töfra-
fríðu ungfrú, Lovísu Daníel, Og þótt Bennie
stæði á sarna hvaða skoðanir systir hans hafði
um eitt eða annað, flaug honum nú. í hug,
hvort unnusta sín myndi líta eins á þetta mál,
og honum féll illa ef svo væri.
Aðalheiður virtist lesa í huga hans, því
hún sagði hlægjandi um leið og hún yfirgaf
herbergið:
«Allar konur hugsa eins í þessu efni».
Lengri urðu eigi viðræðurnar milli syst-
kinanna að þessu sinni, en Bennie gat eigi
gleymt þeim þann daginn. Rær voru mjög til
vina Aðalheiður og Lovísa, og systir hans
hafði mikil áhrif á unnustuna, og þess vegna
var hætt við að hún smeigði inn hjá henni
leinhverju af sinni ofsalegu hetjudýrkun. Hon-
lum geðjaðist illa að hlátri Aðalheiðar um leið
og hún lauk samtalinu. Skollinn mátti vita
nema hún með frekju færi að sannfæra Lovísu
um það, að luraiegur múrari, sem með svið-
ið -hár og skegg hefði bjargað 4 konum úr
eldi, væri ailra manna aðdáunarverðastur. Þess-
,ar hugsanir fyltu hann gremju og þykkju til
systur sinnar.
Endirinn á þessu grufli Bennie varð sá,
að hann einsetti sér að leika á Aðalheiði, 0g
um leið sýna henni, að hann hvorki væri rag-
ur né huglaus, þegar því væri að skifta.
Um kvöldið hitti hann Jak Lemon á veit-
ingahúsinu og skýrði honum ffá fyrirætlun
sinni. Jak var hans bezti vinur, en ekkert voru
þeir þó líkir. Jak var fullar þrjár álnir á hæð,
hraustur og vel vaxinn, góðlyndur og hug-
djarfur og lét sér ekki alt fyrir brjósti brenna,
og allra manna rólegastur, þótt í óvæniegar
kringumstæður kæmist, Bennie hafði oftar en
einu sinni hjálpað honum í vandræðum, og
Jak vildi gjarnan geta endurgoldið honum það.
Hann hlustaði með athygli á ráðabrugg
Bennie, og þegar hann hafði lokið máli sínu
sat Jak þegjandi um hríð og horfði út um
gluggann, en segir síðan:
«Þetta er nú raunar hægt að gjöra, það
einasta, sem eg sé athugavert, er, ef litla ung-
frúin kynni að deyja af hræðslu eða missa vitið».
,Litla ungfrúin* át Bennie eftir. «Rú ættir
bara að sjá hana, hún er nær því eins há og
þú og eftir því sterk og ófyrirleitin, hún Iætur
eigi einn né neinn skjóta sér skelk í bringu,
það máttu vera óhræddur um“.
«Kann hún að skjóta», spurði Jak.
„Að vísu“, svaraði Bennie, «en hún hefir
enga skammbyssu. Eg hefi öll skotfæri, sem til
eru í húsinu í mínu herbergi».
Svo þessu er þannig varið; annars hugs-
aði eg að hún systir þín mundi lík þér,
en hefurðu hugsað um, hvernig fara mundi
ef lögreglan skærist í leikinn».
„Ójá, eg hefi hugsað um alt. Peninga
skápurinn, þar sem gimsteinaskrínið er geymt
er í iusta herberginu. Eg sé um að lykillinn
standi í, og þá er auðvelt fyrir þig að ná
skríninu utn leið og eg kem hlaupandi. Síð-
að stekkurðu upp stigann yfir ganginn og inn
á herbergi mitt, sem er til vinstri handar. Eg
hleyp auðvitað á eftir; þú felur þig í klæða-
skápnum og setur skrínið á gólfið, eg næ skrín-
inu um leið og hendist að opnum glugg-
anurn og læt tvö skammbyssuskot ríða af út
í tnyrkrið, eins og þú hefðir stokkið út uni
gluggann. pannig verður augljóst að ræning-
inn hefir flúið ofan björgunarstigann, en eg