Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Síða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Síða 16
88 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. þá stefnan á eldfjallið Chiriani, sem oftast nær er rjukandi. Um hádegisbilið kom Lavarede auga á 2 múlasna í nokkurri fjarlægð hjá læk ein- um og fylgdu þeim 2 menn. Sáu þeir, ernær dró, að skrautbúnir söðlar voru á þeim og glampaði á koparspengurnar í sólinni. »Er þetta póstur?» spurði Lavarede. «Ekki lítur út fyrir það,» sagði Ramon. Annar maðurinn er Zambónegri, en hann er einn af Do-Indiönum, er eiga heima hér langt suðurfrá.* »Hvað eru þá þessir menn að gera?« ^Reir eru þjófar, ef mig grunar rétt, en það fáum vér fljótt að vita.« Um leið og þeir mættu st, stökk Ramon í veg fyrir þá og tók djarfmannlega til máls: »Nú, þar koniið þið félagar. Við þökkum fyrir að þér komið til móts við okkur með múlasnana okkar. Rað átti að senda okkur þá til Chiriani, en það var vingjarnlegt af yð- ur að færa okkur þá hingað.* Síðan greip hann taumana á öðrum múlasnanum, og Lava- rede var ekki lengi að hugsa sig um, en fylgdi dæmi hans og tók í taumböndin á hinu dýr- inu. F*eirkhorfðu undrandi og ráðalausir hver upp á annan Indíaninn og negrinn. Ramon sagði þá aftur: »Hinn náðugi herra mun gefa ykkur einn pjastur fyrir að færa okkurasnana hingað«. Peir réttu báðir fram hendurnar til að taka á móti peningunum, en Lavarede, sem enga pjastrana átti, vissi að Ramon var að leika á sig, en Lavarede varð ekki ráðalaus. Hann stökk fram, reiddi upp göngustafinn og æpti: xRið eruð bara þjófar og bófar, sem ætlið að stela múlösnunum okkar, og eg skal, eins og ;.eg er lifandi maður, kenna ykkur aðra hegðun.« »Æ, nei, æ, nei, náðugi herra, vægð, vægð,« æptu nú þjófarnir dauðhræddir.» Pað er Jeróni- mus, múlasnaflutningsmaðurinn frá Corta Ríca sem hefir sagt eftir okkur, hann lofaði okkur góðri borgun, þegar við kæmum með dýrin til sín.« «Nú, svo það er þorparinn Jerónimus. Jú, við þekkjum piltinn. En ef þið þurfið að ná fundi hans, er bezt fyrir ykkur, að snúa ykkur til dómarans í Galdera, Ressi vinur ykkar er nú sem stendur vandlega lokaður inni í fangahúsi hans,» og svo sló hann stafnum ofan á milli hinna skelkuðuðu manna sem hrukku til hliðar, en hljóp sjálfur í söð- ulinu, um leið og Ramon stökk á bak á hinn múlasnann, og svo voru þeir drifnir af stað alt hvað aftók, því nú voru allir orðnir ríðandi eða akandi; en hinn alvarlegi Indíani gat varla varist hlátri þegar farið var af stað. »Og það er tvöföld ánægja aðþvíaðræna þegar rænt er frá þjófum«, sagði hann. Af orðum þjófanna höfðu þeir komizt eftir að múlösnunum var stolið frá manni er nefndtst Jerónímus, og hefði verið sendur og með þessa reiðskjóta, sem eflaust væru eign einhvers höfðingja að dæma eftir hinum skrautlegu reið- tygjum, er þeir báru. En hvað svo sem þessu leið, hélt ferða- fólkið áfram öllu greiðara en áður, þar sem allir voru nú ríðandi, og eftir fáa daga sagði Indíaninn því, að nú væri það komið í hér- aðið, þar sem sín heimkynni væru. «Hér hafa foreldrar mínir og forfeður búið, og er því á- form okkar hjónanna að setjast hér að hjá for- eldrum mínum og vinum, og dvelja hér það sem við eigum eftir ólifað. Eg er glaður yfir að hafa átt kost á að gera yður greiða með fylgd minni,« sagði hann við Lavarede, «og hafi yður þótt hún nokkurs virði, bið eg yður sem bróðir að rétta mér hönd yðar. Veg- urinn er nú beinn og greiður úr þessu, og um sólarlag verðið þér komnir yfir landamæri Columbia og inn í lýðríkið Costa Rica. Rér hafið áfram hina góðu reiðskjóta, sem forsjón- in hefir sent oss, annan handa yður og hinn handa yngisfrúnni, en Englendingurinn hefir sinn eigin,» Rað lýsti sér drenglyndi og göfugmenska í hinum einföldu og hreinskilnu orðum Ind- íanans, og þau höfðu áhrif á hitt ferðafólkið. Lavarede tók innilega í hendina^ á þessum fá- tæka en drenglynda manni, og þakkaði hon-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.