Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 3
Staksteinar. Þættir úr sögu Guðmundar frá Nausti, »Nú fáum við okkur bragð«, sagði Hallgrímur og tók upp fleyginn. »Vertu blessaður fyrir það«, svaraði Þorleifur og rak upp þann rokna-hlátur, að Guðmundur vaknaði í holu sinni með andfælum. Hann varð alveg hissa, þegar hann sá föður sinn og Hallgrím sitja sinn á hverju koffortinu eins ástúðlega og bræður og súpa til skiftis á fleygnum. Taskan góða lá á rúminu fyrir framan hann. »Sæll, stubbur minn«, sagði Hallgrím- ur brosandi; »mál að rísa úr rekkju, karl minn; en þú þarft líka að fá einhvern glaðning«, — og Hallgrímur spretti upp töskunni, rétti Guðmundi hagldaköku og sinn hnefann af hvoru, rúsínum og grá- fíkjum. Guðmundur nartaði hikandi í sæl- gætið og fór að tína á sig spjarirnar. Kaffið kom eftir nokkra stund, mikið og sterkt. Karlmennirnir drukku við borðið og Guðrún tyllti sér á rúmið með sinn bolla; hún var að totta litla pípu og átti erfitt með að halda lifandi í henni, bví að hún var næstum því blind og tó- bakið hálfvotur ruddi. »Nú skal eg hjálpa þér um gott í pípu«, sagði Hallgrímur og dró upp úr töskunni Vænt tóbaksbréf með gylltum miða; »Þetta tóbak reyki eg sjálfur; það er gott«. Guðrún boraði pípulegginn með band- Pi'jóni, tróð í pípuna, rétti aftur bréfið °g þakkaði fyrir. N- Kv. XXIII. ár. 4.-6. h. »Nei, þú stingur því á þig, blessuð vertu; það er ekki of mikið fyrir svona gott kaffi«, sagði Hallgrímur, »og fáðu þér svo út í bollann, svo að þér hitni fyrir brjóstinu«. Guðrún fór að fá mætur á gestinum eftir þetta og var hin kátasta. Hún hafði aldrei neitt við það að athuga, þó að mað- ur hennar fengi sér ögn í staupinu; hann drakk aldrei nema það, sem honum var gefið, varð aldrei út úr fullur og svo góð- ur við vín, að ekki var unnt að firtast af því. Hún tók því fullan þátt í gleði þeirra félaga og veitti eins vel og kotið gat í té látið. Hallgrímur og Þorleifur voru orðn- ir svo góðir vinir, að þeir voru öðru hvoru í faðmlögum og Guðmundur varð að sitja á kné þeirra til skiftis. Og enn þá spretti Hallgrímur upp töskunni, dró þar upp laglegan sjálfskeiðing og gaf Guðmundi. Hann roðnaði af gleði og kyssti Hallgrím fyrir. »Njóttu vel og lengi, karl minn«, sagði Hallgrímur og klappaði á kollinn á hon- um. Guðrún var að elda frammi og kom með rjúkandi fisk og kartöflur á tréfati. Þau borðuðu öll nægju sína og svo var spjallað og hlegið, drukkið og reykt fram á hádegi; þá var stytt upp og komið gott veður. Hallgrímur fór að hugsa til heimferð- ar og þau fylgdu honum öll út á hlaðið. Hann kvaddi með kossi og þakkaði fyrir góðgerðirnar. 7

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.