Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 12
58 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þola bæði sult og kulda og atlætið í um- gengni hafði ekki verið svo hollt, að það gæti að neinu leyti þroskað hann til dáða. Nú var þessari fábi'eyttu æfi lokið og hann átti að hverfa ofan í jörðina. En hvað tók þá við? Hafði hann lifað kristilegu líferni og dáið sáluhjálplegum dauða, sáttur við Guð og menn? Guð- mundur braut heilann um þetta dag eftir dag, en fékk ekkert fullnægjandi svar. Hann varð þreyttur af að hugsa, og þeg- ar hugsanirnar vörnuðu honum svefns, varð hann svo kvíðafullur um afdrif föð- ur síns, að hann naut éngrar værðar. Miðvikudaginn í þriðju viku sumars átti að jarða Þorleif í Nausti. Aðstoðar- presturinn í Felli, séra Halldór, átti að halda ræðu í kirkjunni; um húskveðju hafði ekki verið beðið. Daði beykir hafði smíðað laglega kistu og líkið hafði verið kistulagt fyrir nokkrum dögum. Guð- mundur kveið fyrir jarðarförinni, mest þó fyrir ræðunni, því að ungur og ókunn- ugur prestur átti að halda hana og þess vegna örvænt um að þaðan væri nein huggun í vændum, — síður en svo, væri ræðan samin eftir orðrómi almennings- Daginn fyrir jarðarförina fékk Guð- mundur þau boð frá sýslumannsfrúnni, að hana langaði til að haf a tal af honum, áður en hann færi heim frá fjósverkun- um. Hann dustaði af sér heyrykið, strauk framan úr sér, tók af sér leðurskóna í eldhúsinu og fór svo inn til frúarinnar. Hún sat í hægindastóli alklædd; það var heitt í herberginu og lykt af valeriana- dropum. Frúin tók honum alúðlega og lét hann setjast. »Þið hafið misst mikið«, sagði hún hægt; »eg veit Iíka, hvað það er að missa það, sem manni er kærast«. Hún þurkaði sér um augun. Guðmund- ur yissi ekkert, hverju hann átti að svara. »Sérðu ekki ósköp mikið eftir föður þínum ?« »Jú, fjarska mikið«. »Hann var þér allt af svo góður«. »Já, hann var mér æfinlega góður«. »Hvernig ber mamma þín sig?« »Hún er stillt og segir lítið«. »Já, hún er ein af þeim, sem segir fátt. — Faðir þinn átti henni mikið að þakka, — hún var honum góð«- Svo varð nokkur þögn. — Guðmundur fann að hann átti engin orð til að brjóta upp á í því efni, sem honum lá hjarta næst. »Eg veit ekki, Guðmundur minn, hvort eg verð svo frísk á morgun, að eg treysti mér til að fylgja föður þínum til grafar, en hvort sem það verður eða ekki, þá langaði mig til að sýna honum svolítinn þakklætisvott, um leið og hann hverfur héðan frá okkur«. Frúin tók klút ofan af stórri pappa- öskju, sem stóð á stól við hlið hennar og tók upp tvo sveiga, fléttaða af grænu lyngi og skreytta tilbúnum rósum. Guð- mundur komst við og gat engu orði upp komið. »Faðir þinn var manninum mínum og mér dyggur þjónn, það var eins og ein- hver blessun fylgdi öllum verkum hans þótt þau væri lítilf jörleg í augum manna, og okkur langaði til að það sæist í ein- hverju, að við kynnum að meta verk hans«. Guðmundi hitnaði enn meir um hjarta- ræturnar við þessi orð; honum var varn- að máls, en hann tók í báðar hendur frú- arinnar ósjálfrátt og þrýsti þær fast. »Það er aðeins vottur þakklætis frá okkur hjónunum«, hélt hún áfram; »nú ferð þú heim með pappaöskjuna og festir sveigana á lokið í fyrramálið; þeir eiga að fylg.ia kistunni í gröfina«. Frúin strauk klút um augun og rétti honum öskjuna. »Þakka yður fyrir«, — meira gat hann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.