Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 13
STAKSTEINAR 59 ekki sagt, heldur stóð upp og horfði ofan í gólfið, raunalegur og hugsandi. »Svo bið eg kærlega að heilsa móður þinni«, sagði frúin og rétti honum hend- ina. Hann rétti þegjandi fram hendina og leit ekki upp. »Og vertu nú sæll, Guðmundur minn. Góða nótt«. Hann stóð kyr í sömu sporum; svo leit hann snöggvast framan í frúna. Henni brá; hann var fölur á svipinn og úrvinda, eins og lægi á honum óbærilegt farg. Hún ætlaði að spyrja hann, hvað að honum gengi, en þá sagði hann lágt og svo átak- anlega raunalega, að hana tók í hverja taug: »Hvernig ætli fari fyrir pabba?« Þá leit hann á hana aftur og augnaráð- ið var svo sárbiðjandi um svar, að hún kenndi brennandi meðaumkunar með hon- ura, en varð í svipinn orðfall. Hún lét fallast aftur ofan í hægindastólinn. Henni runnu fyrir hugskostsjónir kringumstæð- ur hennar og hans. — Hún hafði árum og áratugum saman harmað og tregað það, sem henni var hjartfólgnast af öllu, sak- laust barn, sem hún þó var sannfærð um að væri í skauti guðs föður á himnum. — Hann syrgði líka það, sem hann hafði elskað mest, aldraðan föður, sem alla æt'i hafði átt í baráttu við bresti sína og að- kast annara manna, og á sorg hans bætt- ist ógnarþungi óttans um afdrif föður síns annars heims. — Frúin skelfdist, þegar hún leit inn í svartnætti slíkrar ör- væntingar. Hún fól andlit sitt í klútnum um stund; svo harkaði hún af sér og sagði í ákveðnum, þýðum róm: »Við skiljum ekki ráðstafanir drottins, en okkur er óhætt að treysta á eilíft rétt- íseti hans, — eða trúir þú því ekki líka, Guðmundur minn?« Guðmundur lifnaði upp og rétti úr sér. ».Jú, eg trúi því líka.« Hann rétti frúnni hendina aftur. »Góða nótt, — og þakka yður fyrir.« »Góða nótt.« Frúin sat lengi kyr í stólnum og starði hugsandi fram undan sér. Aðstoðarpresturinn í Felli, séra Hall- dór, var systursonur Sigurðar sýslu- manns. Þegar hann átti að messa í Vog- inum eða gera önnur embættisverk, var hann vanur að koma kvöldið áður og gista hjá frænda sínum. í þetta sinn gerði hann það líka og kom að Efra-Vogi nokkru eftir það er Guðmundur var far- inn þaðan. Presturinn fékk beztu viðtök- ur að vanda, sat inni í stofunni hjá hjón- unum eftir kvöldverðinn og rabbaði við þau. Frúin var venju fremur fámál um kvöldið. Þegar leið að háttatíma, tók hún prestinn á eintal og spurði hann eftir lík- ræðu þeirri, sem hann átti að halda dag- inn eftir. »Hún er stutt,« svaraði hann, »og efn- ið er svona eins og þegar ekkert er hægt um manninn að segja.« Frúiií var ekki ánægð með það; hún vildi fá að sjá ræðuna. »Sama er mér,« svaraði prestur, »en þú ert nú svo vandlát, að það er ekki fyr- ir biskupinn sjálfan að gera þér til hæfis.« Frúin las ræðuna, lauk á hana lofsorði, en sagði honum svo hreinskilnislega, hvernig á stóð; hann yrði að haga orðum svo, að aðstandendurnir létu huggast við ræðuna. »Þá verð eg að semja hana upp aftur,« sagði prestur. »Það var einmitt það, sem eg vildi,« svaraði frúin, »og eg skal gefa þér bend- i'rigar um það, sem þú þarft að vita og mátt til að segja.« Svo settust þau, frúin og presturinn, við að semja nýja ræðu. Sýslumaðurinn vissi ekkert, hvað þau yoru að bauka við,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.