Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 23
FRANS FRÁ ASSISI 69 Tátt stóðu allir upp. Faðir og sonur stóðu Jhver gagnvart öðrum. Frans horfði beint fram fyrir sig, eins og yfir höfuð allra viðstaddra, á einhvern ósýnilegan í fjarska og sagði með titrandi röddu: »Heyrið allir mál mitt. Þangað til nú, hefi eg kallað Pietro di Bernardone föður minn. Nú skila eg honum aftur peningum þeim og fötum, sem eg hefi þegið af hon- um, og skal aldrei oftar segja: Faðir Pietro di Bernardone, heldur: Faðir vor, _"þú sem ert á himn.um.« k Þá beigði Frans sig og lagði fötin, skarlat og lín, fyrir fætur föður síns, og •ofan á þau álitlega fjárfúlgu. Þeir, sem á horfðu, gátu ekki tára bundist, jafnvel biskupinn grét eins og barn. Aðeins Pietro brá hvergi. Hann tók upp fötin og peningana og þrammaði hnakkakertur út úr salnum. En biskupinn gekk til Frans, færði sig úr kápunni og sveipaði henni um hann og faðmaði hann að sér. Nú var Frans það sem hann hafði þráð, frjáls ttiaður, Guðs og kirkjunnar þjónn. Nú var um að gera að ná í einhver föt handa Frans. Loks fannst í. biskupsgarð- inum gömul kápa sem garðyrkjumaður- inn hafði átt. Tók Frans við henni með gleði og áður en hann fóí teiknaði hann kross með krít á kápubakið. Þetta á að hafa gjörst 16. apríl 1207. Frans fór nú allslaus úr feðraborg sinni -og stefndi í áttina til Gubbio, sem er bær 4—5 danskar mílur frá Assisi. Þar bjó einn af fornvinum hans. Frans var kom- inn upp í fjalladrög er degi tók að halla -og lítil von var að ná til náttstaðar. En veðrið var gott og ferðamaðurinn í bezta ¦skapi og söng hástöfum sálma og andleg Ijóð. Hann söng á frönsku eins og siður ians var jafnan þegar vel lá á honum. Alt í einu heyrðist mannaferli í skóg- arkjarrinu við veginn og hópur stiga- manna kom í ljós. Þeir kölluðu og spurðu hver þar færi, og Frans svaraði óskelfd- ur: »Eg er kallari hins mikla konungs. En hvað varðar ykkur um það?« Stiga- mennirnir horfðu fyrst steinhissa á þenn- an einkennilega mann í kápugarmi rifn- um með krítarkross á baki. Svo kom þeim saman um að láta hann fara, en til þess þó að gjöra eitthvað, köstuðu þeir Frans ofan í gljúfur, þar sem hann lenti á snjó- fönn. S'íðan fóru þeir. Eftir mikla örðugleika komst þó Frans upp úr gljúfrinu og komst án frekari æf- intýra til lítils Benediktsklausturs og fékk þar húsaskjól gegn því að vinna í eldhús- inu. Þar hélst hann við í nokkra daga, aðallega í þeirri von að geta fengið eitt- hvað af gömlum fötum, því hann var sama sem klæðlaus. En það var hart á því að hann fengi að borða, hvað þá meira, svo hann hélt áfram ferðinni til Gubbio. Þar hitti hann fornvin sinn og gat hjá honum fatað sig sómasamlegar. Var það venjulegur einbúabúningur, síð- kápa með belti um mitti, ilskór og stafur. Annað vildi hann ekki af honum þiggja, heldur bjó á holdsveikraspítala, þar sem hann þvoði fætur sjúklinganna, batt um sár þeirra og þjónaði þeim. En nú varð hann að fara aftur að snúa sér að fyrsta áhugamáli sínu, viðgerð Damianusarkirkjunnar. Hann fór því aftur þangað, en varð brátt var þess að hann var prestinum enginn aufúsugestur. Það lagaðist samt fljótt. En þá komu aðrir örðugleikar, sem Frans aldrei hafði áður kynnst, og það voru fjárhagsörðug- leikar. Hann gat sjálfur unnið, en múr- stéi'n og kalk var ekki að fá ókeypis. En það var einmitt það, sem hann þurfti. Þá greip hann til örþrifaráðs.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.