Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 14
60 NÝJAR KVÖLDVÖKUR en fór að hátta, þegar honum fannst tími til kominn. — Ræðugerðin sóttist fremur seint; frúin þurfti að vega hverja setn- ingu, svo að presti þótti nóg um; en þar sem frú Valgerður var annars vegar, var ekkert um það að fást. Klukkan tvö um nóttina var verkinu loksins lokið og þau fóru að sofa. Sýslumaður rumskaði og opnaði augun, þegar frúin kom inn. »Hvað er klukkan, góða mín?« »Hún er liðugt tvö.« »Hvað segirðu? Hvað varstu að gera?« »Eg var að svæfa prestinn.« Svo háttaði frúin. — Skömmu fyrir hádegi komu vinnu- menn sýslumanns niður að Nausti með kerru og fluttu líkkistuna upp í kirkju. Mæðginin fylgdu kistunni og settust inni í kórnum; bæði voru þau daufeygð og döpur í bragði. Þegar hringt hafði verið, gekk margt fólk í kirkjuna; Guðmundur heyrði það af fótatakinu, að það var furðu-margt, en hann sneri baki fram og kunni ekki við að fara að snúa sér við í sætinu til þess að sjá, hvaða fólk þetta væri. Svo var sálmurinn sunginn og presturinn byrjaði á ræðunni. Fyrst var bæn fyrir lifendum og dauð- um. Síðan minntist hann æfiferils hins látna; hann hefði verið alinn upp við bág kjör, fátæk og skort; jafnskjótt sem aldur leyfði, hefði hann orðið að vinna fyrir sér sjálfur, verið víða og orðið að lúta að litlu. Síðan hefði hann kvænst og skömmu þar á eftir sezt að í Sandvogi, komið þar öllum ókunnugur, en getað unnið sér það álit og vinsældir, að hann hefði sómasamlega framfleytt sér og sínum til dánardægurs. öll þau ár hefði hann með trú og dyggð þjónað húsbænd- um sínum, sem hefðu metið verk hans að verðleikum, talið hann dyggan þjón sinn og falið honum þau störf, sem vandasöm eru og krefjast stöðugrar árvekni á stóru búi. Nú fylgdu húsbændur hans honum með þakklæti til síðustu hvílunnar. Enn- fremur minntist prestur ekkju og sonar hins látna og bað guð að hugga þau með sínu orði í sorg þeirra og söknuði. — Að Iokum var kafli um dyggra þjóna verð- laun; þar var talað um pundin, sem hús- bóndinn fól þjónum sínum til ávöxtunar, hverjum sína upphæð, eftir getu hans. Allir værum vér fæddir hrösulir og eng- inn gæti forðast yfirsjónir, en drottinn væri ekki að hanga í aukatriðum, heldur liti hann á hjartað og þá trúmennsku, sem fram kæmi í hverju unnu verki; hann liti með húsbóndans augum á þann ávöxt, sem hver þjóna hans skilaði að loknum störfum. Þessi framliðni almúga- maður hefði skilað miklum ávexti punds síns, svo miklum, að hinir jarðnesku hús- bændur hans hefðu ekki fyrir nokkrum mun viljað verða af þjónustu hans öll þau ár, sem hann hefði dvalið þar í sveit. Á sama hátt mundi hans himneski hús- bóndi meta störf hans og segja við hann: »Gakk þú inn í fögnuð herra þíns«. —- Ræðan var í lengra lagi og fléttað inn í mörgum og glöggum tilvitnunum úr nýja testamentinu. í byrjun ræðunnar hafði Guðmundur verið að berjast við að halda aftur tárunum, en svo fór hann að hlusta, leggja eyrun við og að síðustu að teiga hvert orð ræðunnar, sem læsti sig inn í sál hans og hlýjaði hverri taug. Nú loks- ins fékk hann að vita, eftir hvaða mæli- kvarða drottinn mundi dæma líf og breytni föður hans, og hann var prestin- um innilega þakklátur, auk þess sem hann furðaði sig á, hve vel hann hafði' þekkt hinn framliðna. Svo lagði prestur- inn blessun sína yfir kistuna og síðari sálmurinn var sunginn. Guðmundur bjóst við að vinnumenn sýslumanns og einhverjir kunnugir úr kotunum í kring mundu bera föður sinn til grafar, en það voru nú einhverjir aðr- ir, þegar til kom. Sýslumaðurinn, læknir-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.