Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 48
94 NÝJAR KVÖLDVÖKUR með, við drögum hann — ofan í bátinn, — við vissum það, að hann myndi hafa ánægju af þeirri för, og endurminningar um hana, þegar frá liði. Margir voru nú hróðugir yfir þessari för. Fuglinn var gæfur, það var næstum því að það væri hægt að strjúka honum á klettahillunum, og alt var krökt af eggjum, okkur þótti það góður fengur. Við gengum saman við Mundi. Hann var farinn að hænast að mér aftur, aum- ingja drengurinn. Nú urðum við að fara varlega, til þess að meiða okkur ekki, og Mundi var orðinn eins og köttur — allur á hjólum. Sleipt var á klöppunum og Skarfakál breiddi út hvít blöðin í hæztu brúnum. Nú er það margra manna mál, að sjór gangi yfir eyna í aftaka brimum. Eg efa það stórlega að svo sé. — En það rýkur yfir hana sær í ofláta veðrum. Við M'undi drógum okkur dálítið af- síðis, og fór eg að svipast um þar í ein- kennilegri klettaskoru, þar sem eyjan er hæst. Það var líkast því að eg væri dregin þangað með ómótstæðilegu afli. — Nokk- ur hreiður voru þarna á víð og dreif. — Það fór um mig kaldur hrollur. Eg stóð þar um stund yfir tveim beinagrind- um af mönnum, æfa gömlum að sjá. Eg kallaði á Munda og skýrði fyrir honum ýmsar gamlar sagnir jum eyna. Mundi bað mig blessaðan að koma ekki við beinin.-------- Við gerðum ki'ossmark yfir þau, að gömlum og góðum sið, og bað eg hann að hafa ekki orð á þessu við nokkurn mann.-------- Þjóðsögnin gamla um Kolbeinsey og vísur Jónasar Hallgrímssonar ómuðu mér fyrir eyrum. »Ömurlegt alt mér þykir út norður langt í sjá. Beinin hvítna þar beggja bræðranna klettinum á.« Daginn eftir var komið vestan svo að tók fyrir alla sýn til lands — um misturs. rok,. sök- Island. öfga land! með eld og snjó; eyði þögn og fossa söng. Grænar heiðar, gráan mó; geisla dýrð, og rökkur löng. Þú ert okkar óska land, á þér margbreytt fegurð skín. Jöklum frá að flæðarsand, falla straumþung vötnin þín. Okkar vöggu og vona land, við þig tengt er ástar band, meðan moldir gróa, meðan leysir snjóa. Sagna land! við sögu kné, synir þínir hafa fræðst. Hjá þér átti heima vé. Hávaljóða speki æðst. Gegnum bruna, blóð og tár, barstu' af hólmi sigurinn. Mörg þó væri sorgin sár, samt varð drýgri hlutur þinn. Okkar vöggu og vona land, við þig tengt er ástar band. Meðan moldir gróa. Meðan leysir snjóa. F. H. Berg.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.