Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 21
FRANS FRÁ ASSISI 67 vörur sínar. í einu vetfangi var bæði klæðið og hesturinn selt, og Frans hrað- aði sér sem mest hann mátti til gamla prestsins aftur og fékk honum peningana nieð þeim ummælum að nota þá til end- urbyggingar kirkjunni. En nú leist gamla manninum ekki á. Hann þekti bæði Frans og föður hans og vissi að þó Frans meinti margt vel og gæfi mikið, gat það verið ábyrgðarhluti gagnvart föðúr hans að taka við þessu fé, af því hann vissi líka að faðir hans var maður féfastur. Þessvegna neitaði hann ákveðið að taka við fénu, aðallega til þess að hafa hreinar hendur gagnvart föður Frans. Hvernig sem Frans nú bað og hótaði, kom það fyrir ekki. Presturinn tók ekki við fénu til þess að nota það eins og Frans vildi. En hann leyfði honum að búa í nánd við kirkjuna svo hann gæti stundað þar bænir sínar og guðræknis- iðkanir. Nálægt prestssetrinu var hellir. Þang- að flutti nú Frans og lifði þar nætur og daga við bænariðju, vökur og föstur. Sjálfur segir hann síðar að hann hafi á þessum tímum beðið »með andvörpunum sem ekki verði orðum að komið« (Rómv. 8, 26). Meðan þetta var að gjörast var Pietro di Bernardone, faðir Frans, á verzlunar- ferð. Þegar hann kom heim, saknaði hann sonar síns, og annaðhvort hefir kona hans ekki vitað hvar Frans var, eða ekki viljað segja honum það, að minsta kosti sagði hún honum það ekki. En innan skamms frétti faðirinn, hvar sonurinn hefðist við og fór nú út til hans, en fann hann ekki, því Frans faldi sig fyrir hon- um. En Pietro fór ekki ónýtisferð samt. Það sem aðallega vakti fyrir honum, var að ná aftur andvirði klæðisins og hests- ins, en það hafði Frans skilið eftir í ein- um kirkjuglugganum. Nú skilaði prestur- ln-n fénu aftur, og þá fór Pietro heim aft- ur, nokkurnveginn ánægður, og lét svo Frans afskiftalausan um skeið. Matur var sendur til hans út í hellinn frá heimilinu og það hefir móðirin sennilega gjört. Síðari tíma helgisagnir hafa svo sagt, að þegar faðirinn kom út að hellinum, hafi á dularfullan hátt opnast hlið í vegginn og inn í því hafi Frans dulist, meðan faðirinn fór hjá. Er ferðamönnum ennþá sýnt skotið í klettinn, þar sem Frans á að hafa dulist. í hellinum dvaldist nú Frans nálega mánaðartíma og bar ekki til tíðinda. Hann sökti sér djúpt ofan í að íhuga krossþjáningar frelsarans, og fólk sá hann stundum ganga grátandi um. Væri hann spurður hvað að honum gengi, var hann vanur að svara. »Eg græt yfir þján- ingum Drottins Jesú og mundi ekki fyr- irverða mig fyrir tár mín þó allur heim- urinn sæi þau.« En dag nokkurn í aprílmánuði 1207 var Pietro di Bernardone staddur í búð sinni. Það var lítið að gjöra og búðar- sveinarnir voru flestir úti í dyrum að njóta veðurblíðunnar. Alt í einu heyrðist hávaði níikill, hróp og köll, hlátur og ærsl. Kom hávaðinn nær og nær og virtist loks vera rétt utan við húsið. Pietro bað þá einn af búðarsveinunum að sjá hvað væri á ferðum og hljóp hann strax út, en kall- aði svo til baka, að það væri drengjahóp- ur að elta vitskertan mann. En alt í einu sá sveinninn hvern drengirnir voru að elta, og sneri til baka náfölur af skelf- ingu. f því kom Pietro sjálfur út í dyrnar og sá nú sér til skelfingar að það var Frans sonur hans, sem drengirnir eltu með ópum og ærslum. Hann leit óskap- lega út, rifinn og skítugur eftir grjót og aurkast. Hárið í tætlum, náfölur og víða blár og blóðugur. Þarna sá hann þá son sinn kominn aft- ur, augastein sinn og framtíðarvon, son- 9*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.