Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 38
84 NÝJAR KVÖLDVÖKUR anir sínar þannig, að vel fari á. Hitt er annað, að það er síður en svo æskilegt, að hver sá, er fæst við ljóðagerð, telji sig sjálfsagðan fulltrúa á skáldaþingi og gefi út syrpu sína strax og hann sér sér íseri á. Bn nú er það svo, að allra dómi, að ekki getur komið til mála að hefta með lögum útgáfu lélegra ljóða, og þess verð- ur sjálfsagt langt að bíða, að hver og einn, sem yrkir ljóð, öðlist þann þroska að þykja ekki sinn fugl fagur og fleygur, hversu sem hann er fjöðrum búinn. En blöð vor gætu verið ærinn hemill á ljóða- flóðið, ef þau ræktu skyldu sína. Nú ljá ritstjórarnir sumir algerlega ódómbær- um kunningjum ljóðasmiðanna rúm fyrir ekki einn, heldur tvo lofritdóma um sömu leirvelluna, en láta skrifa eða skrifa sjálf- ir meira eða minna skimingslausa aðfinn- ingaritdóma um það bezta, sem út kemur. Þeim verður að fara að skiljast það, að þeir bera siðferðilega ábyrgð gagnvart almenningi og höfundum á því, sem birt- ist í blöðum þeirra. Um þær bækur, sem einhvers eru nýtar, eiga þeir að skrifa, eða láta skrifa dóma, er auka skilning al- mennings á verðmæti bókanna. Um hitt, sem lélegt er, á að skrifa þannig, að hátt- virtum höfundum, þyki tvísýnn sinn virðingarauki og seintekinn gróðinn. Rit- stjórum væri með öllu útlátalaust að fylgja þessum reglum — og eg hygg, að þeir mundu vaxa við það, bæði í sjálfs síns augum og annara — auk þess sem blöð þeirra yrðu virðingarverður bók- mentalegur leiðarvísir í stað þess sem þau nú eru mjög svo blekkjandi. Annars er vert að athuga, hvernig muni á því standa, að einungis kemur hér út ein einasta löng saga sama árið og út eru gefnar 13 ljóðabækur og all- mörg smásagnasöfn. í Öðrum löndum kemur langmest út af löngum sögum — og annað er, minsta kosti á Norðurlönd- um, talið lítt seljanlegt. Þar virðist því vera fult samræmi milli starfsemi rit- höfundanna og óska almennings. En er nú þetta þannig hér? Kaupa menn og lesa ljóð meira en sögur? Eg hef spurfc um þetta bóksala og bókaverði og kom- ist að þeirri niðurstöðu, að ljóð séu miklu minna lesin en sögur og smásögur minna en langar sögur. Ársreynsla mjfa hér í bókasafninu sannar mér einnig þetta. Skal eg leyfa mér að birta hér stuttan útdrátt úr skýrslu minni um það, hve mörg bindi hafa verið lesin eftir ljóð- og sagnaskáld íslenzk á árinu sem leið: Guðm. Magnússon Einar H. Kvaran Jón Sveinsson Gunnar Gunnarsson Theódór Friðriksson Guðm. Friðjónsson Gestur Pálsson Jóh. M. Bjarnason Hallgr. Jónsson Sigurð Heiðdal 188 179 92 80 75 70 60 59 57 51 JónasGuðl. (sögurhanseing.) 51 Einar Þorkellsson 50* Davíð Stefánsson 46 Þorst. Erlingsson 43 Einar Benediktsson 28 Grímur Thomsen 28 Stephan G. Stephanson 25 Jakob Thórarensen 24 Stefán frá Hvítadal 23 Sig Breiðfjörð 21 Matthías Jochumsson 18 Guðm. Guðmundsson . 16 Jakob Jóh. Smári 13 Jónas Hallgrímsson 12 Þá hafa ljóð Þorst. Gíslasonar verið lánuð 9 sinnum, Steingríms Thorst. 8 sinnum og Jóns Magnússonar, Kristjáns * Bækur Kristínar Sigfúsdóttur og Brekkans voru ekki til hér í bókasafninu fyrri hluta ársins.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.