Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 6
52 NÝJAR KVÖLDVÖKUR tónið illa, en þegar forsöngvarinn svaraði með glymjandi röddu í annað sinn, gat Kópur ekki stillt sig lengur, heldur settist á rassinn, teygði upp hausinn og spán- gólaði: »Vó-ó-ó! Vó-ó-ó!« — svo átakan- lega og langdregið, að gólið skar alveg úr öðrum röddum, og þegar söngurinn hætti, bætti hann við hvellu gelti. Allt datt í dúnalogn í kirkjunni; menn fóru að teygja sig í sætunum og skima eftir hvolpinum. Fremst á bekknum, næst Kóp, sat kona með tveggja ára stelpu í kjöltunni; þóttu stelpunni tiltektir hvolps- ins svo skringilegar, að hún rak upp skellihlátur og sagði hátt: »Sko héppa syngja, mamma, tí-hí-hí- hí«. Tvær vinnukonur sátu á næsta bekk fyrir aftan og fóru þegar að flissa; svo skríkti í strák inni í kórnum og þá fór mestallur söfnuðurinn að eiga bágt með sig; sumir þóttust jafnvel hafa séð glotti bregða fyrir í andliti séra Jóns. — Þor- leifur í Nausti reis þá upp úr sæti sínu og ætlaði að höndla messuspillinn, eh Kópur hörfaði undan. Þorleifur ætlaði þá áð blístra til að lokka hann til sín, en blístrið varð að svo ámátlegu púi, að það aðeins bætti á flissið í kirkjunni; Þor- leifur gaf þá allt upp á bátinn, en Kópur foi-ðaði sér inn í kór; þar rakst hann á Guðmund og flaðraði upp um hann alls- hugar feginn. Þá benti séra Jón með- hjálparanum, Runólfi á Sandi, að skerast í leikinn; en hann var þá gamall orðinn og stirður og átti fullt í fangi með að höndla hvolpinn undir bekknum; urðu þar nokkrar stympingar með þeim, svo að Kópur skrækti, en að lokum náði Runólf- ur góðu taki í hnakkadrambið á honum og dró hann fram allt kirkjugólf. Kópur var viti sínu f jær af hræðslu og sársauka og ýldi í dauðans angist: »Æja, æja!« svo að undir tók í kirkjunni. Loksins endaði þessi leikur með fullum ósigri Kóps og stóð hann að fám augnablikum liðnum með lafandi skott og slapandi eyru úti í kirkjugarði, en hurð helgidómsins skall í lás að baki honum. — Guðsþjónustan gat haldið áfram. Guðmundur sat eins og dæmdur á með- an á þessum messuspjöllum stóð og svitn- aði í sæti sínu kafrjóður af blygðun, því að honum fannst þetta hneyksli vera sín sök; hann hlaut að bera ábyrgð á hvolp- inum. Fyrst og fremst skammaðist hann sín niður í hrúgu, þar næst var hanu gramur við Kóp og í þriðja lagi kenndi hann sárt í brjósti um hann; ýlið í hon- um hafði komið svo við hann. Guðmund- ur mátti hafa sig allan við að fylgjast með athöfninni eftir þetta; hann var stöðugt að hugsa um Kóp og aftur um Kóp. Þegar presturinn fór að spyrja hann fyrir altarinu, var hann svo annars hug- ar, að hann varð að neyta allrar orku til þess að svara ekki alveg út í hött; það var t. d. rétt komið fram á varirnar á honum, að erfðasyndin væri eitt af náð- arverkum heilags anda og annað var eft- ir því; samt slamraðist þetta af stórslysa- laust, en þeirri stundu var Guðmundur fegnastur, þegar hann mátti setjast aft- ur. 1 sakramentinu meðtók hann brauðið og bergði á kaleiknum eins og aðrir, en það fann hann glöggt, að hann mundi »ó- verðuglega eta og drekka sér til dómsá- fellis«, því að engin sæla friðþægingar- innar greip sálu hans fangna, heldur var gulur hvolpur með dökkann lokk í róf- unni stöðugt að draugast fyrir hugskots- sjónum hans, og altarisgöngubænirnar urðu allar að einni þvælu, sem hann botn- aði ekkert í sjálfur. Loksins var guðsþjónustan á enda og Guðmundur komst aftur út í hreint loft; hann sótti andann djúpt nokkrum sinn- um og fannst létta af sér fargi- Þá var flaðrað upp um hann og vot hvolpstunga sleikti hönd hans; hann leit á Kóp og var

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.