Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 5
; STAKSTEINAR 51 honum og gæta þess að hann færi ekki inn í kirkjuna. Nokkru fyrir messubyrjun voru ferm- ingarbörnin kölluð út í kírkju til undir- búnings, og hélt Guðrún Kóp eftir, þegar Guðmundur skildi við þau, en þegar sam- hringt var, sætti hún lagi að koma hon- um af sér í hundastóð sunnan undir kirkjugarðinum, skaust sjálf með Þor- leifi inn í kirkjuna og taldi nú öllu óhætt um hvolpinn. Guðmundur sat hjá öðrum drengjum á lausum bekk vinstra megin við altarið. Hann var nokkuð utan við sig, kveið fyr- ir því að hann mundi ekki geta hegðað sér rétt við þessa hátíðlegu athöfn, sem fram átti að fara og þorði hvorki að líta til hægri né vinstri. Mest kveið hann fyr- ir því að þurfa að standa upp og láta prestinn spyrja sig í áheyrn allra, þar sem við voru jafnvel sýslumannshjónin, faktorshjónin og nýi læknirinn; séra Jón hafði raunar verið honum lipur við spurningar og ekki mjög heimtufrekur, en stundum gat þó verið nógu erfitt að svara honum. Hræddur var hann líka um, að hann mundi stranda í altarisgöngu- bænunum, þær voru svo afskaplega lang- ar; en þær mátti hann lesa í huga sér, svo það heyrði enginn, þótt illa færi, og það var alténd skárra en ekki. Nú víkur sögunni til Kóps. Hann var einstaklega léttlyndur og gáskafullur hvolpur, sem lét ekkert færi ónotað til að skemmta sér. Honum þótti dæmalaust Púður að vera í hundastóðinu og gelti af öllum mætti með hinum, þegar samhringt var; svo dreifðist stóðið, þegar ekkert var til að gelta að og fólkið var gengið í kirkju og hver hundur snuðraði þar sem hann lysti. Kópur rakst á hrútshorn suð- Ul" á túni, lagðist niður og nagaði það eft- w beztu getu, en það reyndist svo þybbið °g þungt, að hann þreyttist við það og fór að gá að einhverju öðru hentugra leikfangi. Þá rak hann augun í hosóttan kött, sem var að lámast þar á milli þúfn- anna, stökk á fætur og hljóp geltandi að honum, en kisi tók til fótanna og þandi sig á sprettinum alla leið upp á fjóshaug; þar staðnæmdist hann, reisti kambinn og blés, svo að Kópur þorði ekki að ganga ^að honum, heldur stóð framan í honum, stökk upp og ofan og gelti. Þá lét kisi sér hægt, hnipraði sig saman og sat grafkyr í þeirri varnarstöðu, þangað til Kóp fór að leiðast þófið og labbaði þegjandi ofan af haugnum. Þar fann Kópur afbragðs- leikfang; það var skraufþur skóræfill, ó- sköp lipur og léttur, og skrjáfaði í hon- um, þegar hann var nagaður. Kópur bar hann í kjaftinum inn í kirkjugarð, lagð- ist með hann á leiði og var lengi að þvæla hann á milli tannanna, hrista hann og elta, þangað til hann var orðinn að táinni rytju, sem ekkert var gaman að. Hann fór að geispa, lagðist fram á lappir sínar og lét sér renna í brjóst. Hann hrökk upp við að heyra fótatak; öldruð hjón, sem orðið höfðu sein á sér, voru að koma inn í kirkjugarðinn. Kóp þótti vænt um að sjá aftur fólk á ferð, hljóp til þeirra og þefaði af þeim; hann fann reykjarlykt af skóm konunnar, þurfti endilega að at- huga það fyrirbrigði nánar og elti hana þefandi upp á kirkjutröppur. Þegar hjón- in opnuðu kirkjuna, smaug hann inn hjá þeim og lallaði inn á mitt gólf. Presturinn var að tóna: Drottinn sé með yður. Kópur varð alveg steinhissa að sjá prestinn tónandi fyrir altarinu, og datt meira en svo í hug að taka undir. En þegar prestur þagnaði og forsöngvarinn og aðrir svöruðu uppi á loftinu, þá kom nýtt furðuefni, svo að Kópur vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Hann hring- snerist á gólfinu á meðan prestur tónaði: Guðspjallið skrifaði o. s. frv., hristi haus- inn og blés úr nös, því að honum féll 7*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.