Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 18
64 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hætt að láta hana ráða. Og kunningsskap- urinn óx, vináttan varð heitari með degi hverjum; Lína var svo hlýleg og aðlað- andi, að Guðmundur gáði ekkert að því fyr en hún var orðin honum allt í öllu og hann mátti varla af henni líta. Einn laugardag á engjaslætti kom Guð- mundur síðla dags af sjó og sá ekki Línu í búðardyrunum, aldrei þessu vant. Hann gekk yfir í búðina; Lína sat niðurlút út við glugga og var að hekla. »Komdu sæl, Lína; því líturðu ekki út í góða veðrið?« Lína tók undir, en svo lágt og dræmt, að hann varð forviða. »Því ertu svona niðurlút?« »Æ, eg veit það ekki, góði.« Hann sá að hún var raunaleg á svip- inn og kenndi samstundis sárt í brjósti um hana. »Segðu mér, ef eitthvað er að þér, Lína.« »Mér leiðist bara stundum,« sagði hún; »eg þekki hér engan og er utan við allt.« »Þú þekkir þó mig; get eg ekki gert eitthvað fyrir þig?« »Eg veit það ekki. — Það er svo leiðin- legt fyrir mig á sunnudögum, þegar allir eru að skemmta sér, þá er eg allt af ein,«. — og Lína andvarpaði svo mæðulega, að það gekk í gegnum Guðmund. »Á eg að róa með þig út í Víðihólma á morgun, ef gott verður veður? Þar er ljómandi fallegt á sumrin.« »Já, það væri fallegt af þér, ef þú mættir vera að því,« — og Lína brosti til hans svo þakklátlega, að Guðmundi hitn- aði um hjartaræturnar. (Framh.). Friðrik J. Rafnar. Saga hins heilaga Frans frá (Sniðin eftir bók Jóhannesar Jörgensens o. fl. ritum). Assisi. Á miðöldunum höfðu holdsveikir menn nokkurskonar sérstöðu meðal annara oln- bogabarna lífsins. Ritningarorð úr spá- dómsbók Jesaja (53. kap. 4. v.) höfðu komið þeim skilningi inn, að holdsveikir menn væru öðrum fremur tákn upp á hinn líðandi frelsara. Er fjöldi helgisagna í katólsku kirkjunni, sem styður þá skoð- un. Segir ein þeirra svo frá, að munkur einn mætti holdsveikum manni á förnum vegi. Var sjúklingurinn svo aðfram kom- inn, að hann var lagstur fyrir og komst með engu móti leiðar sinnar vegna þreytu og sára. Þá tók munkurinn hann, sveipaði kápu sinni um hann og bar hann áleiðis til klausturs síns. En á leiðinni ummynd- aðist sjúklingurinn í Jesús sjálfan, og varð uppnuminn úr höndum munksins, biessaði hann og sagði: »Þú fyrirvarðst þig ekki fyrir mig á jörðu. Eg mun held- ur ekki fyrirverða mig fyrir þig á himni«.. Slíkar sagnir eru um marga helga menn..

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.