Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 16
62 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sölu í Voginum fyrstur manna; var oft mannkvæmt hjá honum, sérstaklega haust og vor. Kona Þórarins hét Svein- björg Helga og þótti kona stórbrotin. Dóttur áttu þau, sem hét Lilja Rut, svart- hærð og móeyg, með rauðar varir og hvítan háls, fjörkálfur mikill og glettin. Guðmundi varð einkennilega starsýnt á Lilju Rut fyrsta sinn, sem hann sá hana; þá var hún að breiða upp þvott úti við snúrur, ber upp undir axlir, með hvíta svuntu og rósóttan klút bundinn í dillu um höfuðið. Sérstaklega fundust honum augu hennar heillandi og töluðust þau þó ekki orð vi'ð í það sinn. En eftir því sem hann sá hana oftar, varð honum órórra; hann gat aldrei nema rétt snöggvast lit- ið í þessi fjörlegu, módökku augu, sem honum fundust sjá miklu lengra inn í hugskot hans en öll önnur augu. Smám saman urðu það ekki augun ein, sem höfðu þessi áhrif á hann; hann fór að sjá fegurð í öllu, sem við Lilju Rut tolldi og bráðlega var hann orðihn skotinn í henni allri. Svona var það að vera skotinn! Það var í fyrsta sinni á æfinni, sem Guð- mundur varð fyrir þeim ósköpum, að rangla eirðarlítill út og inn, verða and- vaka sumar nætur, láta von og kvíða, léttlyndi og þunglyndi vega hvíldarlaust salt í sálu sinni, — í stuttu máli, honum leið ónotalega á alla lund og vissi ekkert, hvað hann átti af sér að gera. Þótt hann sæi Lilju Rut svo að segja daglega, hafði hann enga einurð til að ávarpa hana, hvað þá meira, og hann tók út með þvi að heyra hana tala við aðra unga menn. Hann öfundaði þá, sem hann sá umgang- ast hana feimnislaust og blátt áfram, t. d. Jón Daðason, sem aldrei hitti hana svo, að hann segði ekki eitthvað við hana og fékk æfinlega svar í sama tón, og oft bros eða hlátur í ofanálag. Einu sinni hafði hann séð Jón bera hana yfir Búð- arlækinn, snúa sér með hana í gáska þrjá hringa á bakkanum og setja hana svo of- urhægt niður; hún hafði skríkt og hlegið- — En það var nú öðru nær en að allir mættu bjóða sér annað eins og Jón Daða- son. Guðmundur lézt ekki sjá Jón í marga daga á eftir. Þegar stundir liðu, varð Guðmundi hughægra og sinnti hann öllum verkum. sínum, eins og ekkert hefði í skorist, en í heilt ár fann hann til þess í hvert sinn,. sem hann sá Lilju Rut bregða fyrir, að undir niðri voru sílifandi glæður, sem gátu blossað upp, hvenær sem tilefm gafst. Svo var það einn morgun, vorið eftirr að Guðmundur var að koma að frá þvf að vitja um hrognkelsanet; þá kallaði Þórarinn til hans og bað hann um nokkra rauðmaga í matinn. »Legðu þá við eldhúsdyrnar,« kallaði hann, þegar hann sá til Guðmundar með kippuna. Guðmundur kom að eldhús- tröppunum, kraup niður og fór að leysa rauðmagana af snærinu. Hann heyrði út um opinn gluggann, að tveir kvenmenn voru að tala saman inni í eldhúsinu og" þekkti af rómnum, að önnur þeirra var Lilja Rut. »Svo að við fáum rauðmaga í dag,« heyrði hann að önnur sagði; »hann er' víst ansi röskur og duglegur maður, þessl Guðmundur í Nausti.« »Hann Gvendur í Nausti? Hann er vemmilegur,« heyrði hann Lilju Rut svara í þessum alkunna viðbjóðs-tón, sem aðeins stúlkur um tvítugt kunna að leggja í þau orð. Það var eins og helt væri úr fötu yfir Guðmund, þar sem hann kraup yfir rauð- magakippunni; hann hraðaði sér eins og hann gat, sleit snærið úr þeim síðasta og skundaði heim. — Eftir það gat hann gengið fram hjá Lilju Rut án þess að líta framan í hana og án þess að fá hjart-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.