Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 17
STAKSTEINAR 63 slátt. Honum var meira að segja kalt til hennar upp frá því. Ári síðar varð sá stórviðburður í Vog- inum, að borgari settist þar að og fór að verzla; þóttu það tíðindi mikil, þvá að fram til þessa hafði faktorinn verið einn um hituna. Tók borgarinn á leigu lítið hús rétt sunnan við Naust, reisti skúr við endann á því og hafði þar sölubuð. Hann var kvæntur maður, átti norska konu og var nýlega kominn heim frá Noregi. Um leið og hann settist að í Vog- inum, komu þangað allmargir Norðmenn, sem fluttu með sér nótabrúk og voru að bauka við að lása síld þar við fjörðinn. Höfðu þeir mikil viðskifti við borgarann og var hann þeirra önnur hönd við rekst- ur veiðanna. Búðarstúlka, Pálína að nafni, kom með hjónunum; hún var æfin- lega kölluð Lína og kennd við einhvern Lambhaga, sem enginn vissi þó nánari deili á. Guðmundur vann töluvert hjá borgar- anum um vorið og framan af sumri, fyrst við byggingu skúrsins og síðan við upp- skipun og flutning á vörum. Síðar hafði hann á hendi öðru hvoru afhendingu á salti og jafnvel flutning á því út með sjó til Norðmannanna. Hann kynntist því fljótt þessu nýkomna fólki og hafði mikil Jnök við það. Lína frá Lambhaga var einstaklega al- úðleg og skrafhreifin stúlka; hún var allt af að tala og segja frá, en það varð eng- inn leiður á að hlusta á hana, því að róm- urinn var svo viðfeldinn og svo var hún síbrosandi, — eða svo fannst Guðmundi. Þarna var hún allt af eins, hvenær sem komið var í búðina, í doppóttum lérefts- slopp utan yfir kjólnum, með gljáleðurs- ¦'skó á fótum, gulbjart hárið bundið í hnút í hnakkanum og þetta sama bros á vör- um, sem bar vott um einstakt glaðlyndi °g góðfýsi. Guðmundur þurfti margt að vinna með henni, og honum féll betur og betur sú samvinna með degi hverjum; þegar hún ávarpaði hann, sagði hún æf- inlega »góði« og þakkaði fyrir hvert vik. Eftir einnar viku viðkynningu hafði hún sagt honum alla æfisögu sína og sú saga var bæði f jölbreytt og viðburðarrík. Hún hafði alist upp í Lambhaga, — þarna ein- hverstaðar í áranum norður frá —; svo hafði hún verið stofustúlka á Akureyri eitt ár, síðar í brauðbúð á Seyðisfirði, farið svo til Akureyrar aftur og verið þar í vist í gistihúsi; þar hafði hún kynnst núverandi húsbændum sínum og ráðist til þeirra. Þegar fram á sumarið leið, var lítið að gera í búðinni og þá stóð Lína vanalega úti í dyrum og jóðlaði rúsínur eða annað sælgæti; þá fannst Guðmundi sjálfsagt að skjótast við og við yfir um til hennar og spjalla við hana, ef hann hafði tóm- stund. Og ef hann kom ekki af sjálfsdáð- um, þá kallaði hún til hans: »Góði komdu, — mér leiðist.« Það var líka komandi inn í búðina til hennar; þar var margt fallegt að sjá og auðvitað lagði hún að honum að kaupa það, sem fallegast var og fór honum bezt. »Góði, þú mátt til að fá þér fallegra á höfuðið; hérna eru svo inndælar derhúf- ur, sko,« — hún setti á hann eina ljós- gráa með bláu gúmmí-deri. »Þessi fer þér svo ágætlega, sko, líttu í spegilinn. Og flibba máttu til að fá þér, helzt þessa með útslegnu hornunum, sko; þeir fara öllum ungum mönnum svo vel, — og svo eitt af- þessum löngu slipsum með bekkj- unum, þau eru svo inndæl, sko. Þetta máttu til að fá þér hvort sem er, ungur maðurinn.« Svo keypti Guðmundur auðvitað hvern rækallann sem var, þegar Lína sannfærði hann um, hvað hann mætti til að fá sér og hvað honum færi bezt. Hann sá það á öllu, að Lína var bæði skynsöm, drjúg- menntuð og smekkvís, svo að það var ó-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.