Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 19
FRANS FRÁ ASSISI 65 Vegna meðaumkunar með þessum vös- álingum, var meira hugsað um hag holds- veikra manna en annara sjúklinga. Voru víða reistir spítalar eða heimili fyrir þá og ein riddararegla miðaldanna, Lasarus- ríddararnir, höfðu það eitt á stefnuskrá sinni að hjúkra holdsveikum. En þrátt fyrir það, var líf holdsveikra manna mjög svo ömurlegt og af flestum voru þeir skoðaðir eins og í Gyðingalandi áður, ó- hreinir og útilokaðir úr öllum mannlegum félagsskap. Eins og annarstaðar var holdsveíkra- spítali skamt fyrir utan Assisi. Á göng- um sínum um nágrennið átti Frans oft leið þar hjá, en frá upphafi var hann fullur viðbjóði á þessari stofnun. Hann gat jafnvel ekki komið svo nálægt holds- veikum manni að gefa honum ölmusu, hann varð að fá annan til að rétta nv.inn- inum peninginn. Bæði útlit þessara aum- ingja og daunninn sem fylgir 'eim, var Frans óbærilegur. Dag einn lá Frans sem oftar á bæn. Þá fanst honum hann heyra 'rödd sem talaði tii hans á þessa leið: »Frans ef þú vilt vita vilja minn, þá ber þér framvegis að hata það sem þú áður hefir holdlega elsk- að og þráð. Þegar þér hefir tekist það, niun alt sem þú áður þráðir, verða þér viðurstyggilegt, en alt sem þú flýðir og forðaðist áður mun veita þér ósegjaniega gleði og hamingju.« Skömmu síðar var Frans einn á ferð ríðandi, skamt fyrir utan borgina. Hann var þungt hugsandi, og lét hestirin lötra í hægðum sínum. En alt í einu kiptist hesturinn við, og þegar Frans leit upp, sá hann holdsveikan mann, standa fyrir framan hestinn. Frans brá mjög, ogþað fyrsta sem hon- Um kom í hug, var að snúa við og flýja Wð skjótasta. En þá duttu honum í hug Qrðin »alt sem þú flýðir og forðaðist áð- Ur mun veita þér ósegjanlega gleði og hamingju.« Ekkert hafði hann forðast eins og flúið, eins og holdsveika fólkið. Nú var að duga. Frans harkaði af sér og fór af baki. Holdsveiki maðurinn stóð kyr framan við hestinn. Munnur og nef var étið í burt og ógurlegan ódaun lagði út frá vitum hans. Frans lagði pening í lófa mannsins, og beygði sig svo niður að honum og kysti fingur hans, sem ekkert voru ann- að en sár og kaun. Sjálfur sagði Frans í'rá síðar, að hann vissi hvorki hvernig honum gafst kraftur til að yfirvinna viðbjóðinn á manninum, og líka til að komast aftur á bak hesti sínum. Hann var svo yfirkominn af geðs- hræringu, að fyrst vissi hann ekkert hvert hann reið. En hann fékk að reyna sannindi þess sem röddin hafði sagt. Hann fyltist einhverjum ósegjanlegum unaði og vellíðan, sem hann aldrei hafði áður þekt. Næsta dag fór hann út í holdsveikra- spítalann Þar hafði hann áður forðast að korna u'slægt. Nú gekk hann þangað ákveðinn. Þegav þar kom, flyktust sjúk- lingarnir í hópuin út úr húsinu. Gat þar að líta einhverja hryggilegustu sjón sem hugsast getur, allar myndir hins hræði- lega skjúkdóms. Allur hópurinn safnaðist utan um Frans og ódaunninn varð svo nlegn, að honum lá við að hugfallast. En hann harkaði af sér og skifti milli sjúk- linganna því, sem hann hafði með. Og eins og daginn áður, kysti hann hinar hræðilegu útleiknar hendur allra þeirra, sem tóku við gjöfum hans. Þannig vann Frans hinn fyrsta og stærsta sigur yfir sjálfum sér. En sálar- baráttu hans var ekki þar með lokið. Hvað eftir annað heyrði hann rödd freist- arans í sálu sinni, laðandi og tælandi. Hvað eftir annað sýndi hann honum í anda alt heimsins glys og auðæfi, alt það 9

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.