Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 49
SKRÍTLUR. 95 Skrítl u r, Hann bjó þar ekki. Maður nokkur var úti að skemta sér á skautum; alt í einu brast ísinn undir honum og hann datt á kaf í vatnið. Hann kom þó fótum fyrir sig og var vatnið þá ekki dýpra, en að það náði honum í höku. Hann hrópaðí á hjálp og í sömu and- Tánni bar annan mann að; þegar hann sá manninn í vökinni kallaði hann upp .yfir sig: »Þér hafið þó aldrei dottið niður um ísinn?« »Jú, það var einmitt það sem eg gerði,« stundi hinn nokkuð skjálfraddaður, — »eða haldið þér kannske að eg búi hérna?« Hjá miðli. Miðillinn: Frú mín góð, maðurinn yðar skipar yður að fara undir eins heim. Frúin: Skipar hann mér? Nei — þá er það ekki maðurinn minn! Engill. ógift vinkona: Finst manninum þínum alt af stöðugt að þú sért engill? Gifta konan: Já, að minsta kosti finst honum mesti óþarfi að eg fái nokkur föt að klæðast í. ¦ Sjálfskaparvíti. Biðillinn skjálfandi og lafhræddur kemur til tengdaföður síns tilvonandi og segir: Mig langaði til að — eg ætlaði að segja yður, herra stórkaupmaður, að eg að við — að eg er trúlofaður dóttur :yðar! Faðirinn, mælir hann með augunum: Það þýðir nú lítið að vera að tala um það við mig, ungi maður. Þér þurfið ekki að kúast við neinni meðaumkun frá minni hálfu. En þetta er líka alt saman yður sjálfum að kenna — hvern fjandann þurftuð þér að vera að koma hingað og hanga yfir henni á hverju einasta kvöldi! Slysið. Eimreiðarstjóri hafði ekið á lokað hlið á brautinni og slasast. Hann var fluttur á spítala og nokkru síðar kom einn af yfirmönnum hans, sem þó var honum ekki persónulega kunnugur, að vitja um hann. — Samræða þeirra var á þessa leið: »Nú, hvernig er heilsan?« »Hálf slæm.« »Þér hafið verið nokkuð lengi í stöðu yðar?« »Já, í tuttugu ár.« »Og þér eruð giftur?« »0, já, það er eg.« »Hvernig vildi slysið til?« »Jú, það var nú svoleiðis, að Soffía átti barn, og svo mátti eg til að giftast henni.« Veðhlaupahrossið. Stórkaupmaðurinn hafði þann pið að tala upp úr svefninum. Eina nótt heyrði konan hans hann segja: »ó, Lísa!« Um morgunin, þegar þau sátu til borðs, spurði hún: »Hvaða Lísu varstu að tala um í nótt?« »Lísu? — jú — jú, það er veðhlaupa- hross, sem eg tapaði svo lítilli upphæð á við veðreiðarnar í gær.« Síðar um daginn, þegar hann kom heim til að borða miðdegisverð, mælti konan hans: »Það er líka satt, Adólf, veðhlaupahrossið Lísa hringdi upp í dag og vildi tala við þig í síma.« Fingurtra). Maður utan af landsbygðinni kom ein- hverju sinni til borgarinnar, og áður en hann lagði af stað heim aftur, fór hann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.