Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 15
STAKSTEINAR 61 inn, faktorinn, hreppstjórinn, Daði beyk- ir og ráðsmaður sýslumanns gengu rak- leitt að kistunni og báru hana út að gröf- inni, og þegar lokið var greftruninni, lagði frú Valgerður ljómandi fallegan blómakross á leiðið. Mæðginin voru hjartanlega ánægð. Bæði höfðu þau búist við að þessi jarð- arför yrði eins lítilmótleg og orðið gæti, ræðan fátækleg, fáir mundu fylgja og lítill vottur samúðar verða finnanlegur. En það hafði orðið á annan veg; margir höfðu fylgt, og beztu menn, sem þekkt höfðu hinn framliðna, sýndu það í verki, að þeir töldu sér skylt að votta honum virðingu sína. Ræðan hafði þeim þótt mjög lagieg, sniðin við tækifærið og kringumstæðurnar. VI. Skotsár. Guðmundur var að verða fullorðinn. Eftir dauða föður hans fóru að vakna 1 honum nýir starfskraftar, nýtt áræði og löngun til að fást við einhver stórvirki. Raunar fann hann að svigrúmið var lítið og því gat verkahringurinn ekki orðið stór, en löngunina hafði hann í eins rík- um mæli og hver annar ungur karlmað- ur. Nú átti hann að heita húsbóndinn í Nausti og þá var hann frjáls að því að láta að ósk sinni um að eignast skepnur. Svo mikið vann hann sér inn með dag- launavinnu og svo mikið reitti hann úr sjónum, að efnin leyfðu það, og móður hans sýndist rétt að hann sigldi sinn sjó. Hann bað sýslumanninn um engi í út- haga og fékk leyfi til að heyja í mómýr- inni eins mikið og hann vildi. Hann heyj- aði nokkuð um sumarið í hjáverkum, en um haustið keypti hann fjórar óskila- gymbrar á hreppaskilum og tvær vetur- gamlar ær keypti hann annarstaðar að. Svo hrófaði hann upp kofa um haustið fyrir kindurnar. Guðmundur hafði mikla ánægju af að hirða þessar skepnur; hann gat verið tímum saman að tala við þær og kjassa þær og hann vandi þær á að éta fiskroð, síld og annað, sem til féllst, svo að þær hændust að honum og eltu hann, hvar sem þær sáu hann. En þrátt fyrir aukið verksvið fann hann þó til þess, hvað hann var einmana og afskiftur samneyti við aðra. Móðir hans var honum að sönnu góð og um- hyggjusöm á alla lund, en hún var fámál og svo vön fámenninu, að hún gerði ekk- ert til að hæna aðra að heimilinu; þess vegna varð allt svo dauflegt og fjörlaust í kotinu hjá þeim, að Guðmundi leiddist oft og langaði því meira eitthvað burtu. Stundum hafði honum dottið í hug að taka sig upp og fara eitthvað langt í burtu, jafnvel til Ameríku, en þegar til kom, gat hann ekki til þess hugsað að skilja við móður sína. Kunningjarnir voru fáir. Bezt þekkti hann Jón Daðason, sem þá var orðinn rígfullorðinn maður, kátur, framgjarn og álitlegur; en honum féll aldrei allskostar við Jón og fannst hann aldrei vera ein- lægur vinur sinn.Hann var raunar góður drengur og hjálpfús, en örlyndur og mik- ill á lofti, og það leyndi sér ekki, að hann taldi sig í öllu miklu meiri mann en Guð- mund; auk þess var Jón í meira lagi hæð- inn og lét sjaldan nokkurt færi ónotað til að gera sér gaman á kostnað náungans. Kynning þeirra félaga varð því aldrei meiri en það, að þeir voru vinir annan daginn, en hinn daginn var vandræða- laust með þeim. Á þessum árum var Vogurinn óðum að færa út kvíarnar; ýmsir fluttu þangað, byggðu sér hús og settust þar að að fullu. Þar á meðal var Vestfirðingur einn, Þór- arinn að nafni, sem setti á laggir greiða-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.