Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 20
66 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sem hann áður hafði notið. Á slíkum reynslustundum fór Frans venjulega út í hellirinn fyrir utan Assisi og bað í ein- rúmi, þangað til freistarinn veik frá hon- um. IV. Eins og fyr er frá sagt, var móðir Frans orðlógð fyrir guðhræðslu, og mun vafalaust hafa lagt mikla stund á að inn- ræta börnum sínum einlæga trú og lotn- ingu fyrir kirkju og klerkastétt. Enda minnist Frans þess í einu af ritum sín- um, að hann hafi haft og hafi enn á gam- als aldri, svo rótgróna lotningu fyrir prestum, að þó hann væri gæddur vizku Salómons, þá kæmi honum aldrei til hug- ar að prédika nokkursstaðar án leyfis við- komandi þjónandi prests, hvað lélegur sem hann kynni að vera. Hann skoðaði prestana sem hina einu sönnu umboðs- menn Guðs sonar, sem einir hefðu heim- ild til að meðhöndla leyndardóma sakra- mentisins, líkama Krists og blóð. Þess- vegna virti hann þá öllum öðrum fremur. í sambandi við þessa tignun, kom fram áhugi Frans á að sjá kirkjum fyrir öllum nauðsynlegum tækjum til guðsþjónust- unnar. Enn þann dag í dag er f jöldi gam- alla kirkna og kapella í nánd við Assisi, sem ýmist eru í notkun eða ekki. En þeg- ar komið er inn í þær, bendir Ieiðsögu- maðurinn á gamlan, beiglaðan og slitinn kaleik eða patínu, eða Ijósastjaka, sem hann telur að heilagur Frans hafi gefið kirkjunni. Jafnvel slitur af æfagömlum altarisdúkum er geymt eins og dýrgripur, af því að þeir séu gjafir hins heilaga manns. Þegar Frans var að alast upp, var skamt frá Assisi smákirkja ein, sem kend var við hinn heilaga Damianus. Var hún komin að falli fyrir ellisakir og hrörnunar og eina prýði hennar var stór og vandað- ur grískur kross, sem hékk yfir háaltar- inu. Eftir að Frans snerist til trúar, varð honum tíðreikað út í kirkju þessa til þess biðjast fyrir við krossinn. Allar bænir hans voru á eina leið. Hann bað um ljós, sem lýsti honum Guðs vegi, um kraft, sem leiddi hann og bendingar um hvert hann ætti að snúa starfskröftum sínum. Einu sinni var hann sem oftar staddur þar á bæn. Og að bæninni lokinni endur- tók hann hvað eftir annað með vaxandi ákafa og innileika: »Tala þú herra, þjónn þinn heyrir«. Alt í einu heyrði hann rödd, eins og hún kæmi frá krossinum: »Frans, farðu og bygðu hús mitt upp, því það er að hrynja«. Eins og í Spoloto forðum hlýddi hann boðinu tafarlaust Hann leit í kringum sig og sá að kirkjan var að því komin að hrynja til grunna. Hann tók því skipun- ina bókstaflega sem bað um að endur- byggja kirkjuna. Nú vissi hann hvers var vænst af honum. Himinlifandi hrópaði hann upp: »Drottinn minn, glaður skal eg framkvæma skipun þína«. Þegar hann, kom út úr kirkjunni, sá hann kirkjuprestinn, aldraðan og hrum- ann mann, sitja þar á bekk og njóta veð- urblíðunnar. Frans hljóp til gamla mannsins, heilsaði honum virðulega, rétti honum gullpening og sagði: Fyrir þennan pening skaltu kaupa olíu og láta altaf loga á lampa fyrir framan krossmarkið. Eg skal láta þig fá meira þegar olían er uppnotuð«. Áður en öldungurinn gat svarað, var Frans horfinn. En það þurfti talsvert fé til að byggja kirkjuna upp, og Frans hafði ekki á sér nema þennan eina pening. Hann hljóp því hið skjótasta heim í búð föður síns, tók þar nokkra stranga af dýru klæði, bjó upp á áburðarhest og þeysti í flýti til Foligno. Þar var markaður og þangað hafði hann oft f'arið til þess að umsetja

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.