Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 43
BÓKMENTIR. 89 karlmenska, og verulega skemtileg kald- hæðni, þó að hinsvegar sé það auðfundið, að höfundur á og hlýjar og jafnvel ákaf- ar tilfinningar. Nú hefir Jakob sent frá sér smásögusafn, er hann nefnir »Fleyg- ar stundir«. í því koma fram hinir sömu kostir og í kvæðunum, en njóta sín varla eins vel allir. í kvæðunum er það kostur, hve Jakob þjappar efninu saman, og kost- ur getur það líka verið á sögu, að höf- undur sé sem stuttorðastur. En þess hefði eg viljað óska, að Jakob hefði í sumum sögunum látið oss heyra meira en hann gerir tungutak fólksins sjálfs, en þjapp- að sögunum minha saman í eigin orð. Einnig mundi eg hafa æskt þess, að ekki hefði verið eins fljótt farið yfir sumar atburðalýsingar eins og gert er — t. d. í seinustu sögunni. Annars eru persón- urnar yfirleitt skýrar, stíllinn fastur og þróttmikill, þótt ekki sé hann sérlega blæbrigðaríkur — og málið er hreint og yfirleitt lipurt. . Það kemur glögglega fram í sögunum eins og í kvæðunum, hve Jakob er meinilla við alt brask og braml — og óhlífinn er hann við það, sem er að hans hyggju óholt og jafnvel óeðlilegt. Nýtur sín víða vel hið sérstæða bros Jak- obs, en bezt þar sem hann dæmir minst. Á eg hér við söguna »Helfró«, sem er hreint og beint prýðilega gerð. Mun bók þessi að öllum líkindum verða vinsæl og næstu sögur skáldsins gripnar fegins hendi. Dawíð Þorvaldsson stúdent hefir gefið út eftir sig safn af smásögum, og heitir pað »Björn formaður og fleiri smásögur«. Lengsta sagan er »Björn formaður«. í henni eru talsverðir innviðir, en auðsætt er, að höfundur hefir ekki fult vald á efninu og að hann skortir enn þá leikni 1 að búa þannig til samtöl, að þau geri hvorttveggja í senn: sýna lesandanum Persónurnar ljóslifandi og vekja eftir- vænting hans og áhuga á rás viðburð- anna. Aftur á móti virðist höfundur hafa glögga athugunargáfu og allnæman skiln- ing á áhrifavaldi þess, sem virst getur smávægilegt í fljótu bragði. Hann virð- ist og eiga sérstæða stílgáfu, sem nýtur sín einkanlega vel, þegar efnið er hvort- tveggja í senn: broslegt og háalvarlegt. Bergsteinn Kristjánsson, að sögn sunn- lenzkur bóndi, hefir skrifað nokkrar smá- sögur og gefið út bók, er hann kallar »Kjarr«. Auðséð er á sögunum, að Berg- steinn er maður alvarlega hugsandi og allglöggur á margt, sem breyta þyrfti til bóta. Eru söguefnin mörg allgóð, en höf- undinn skortir kunnáttu, leikni og ef til vill listgáfu til þess að fara svo með þau, að úr þeim verði listaverk. Henrietta frá Flatey hefir gefið út tvær sögur í sömu bók, og nefnir hiUi hana »Rökkurstundir«. Fyrri sagan heit- ir »Lækningin« — og er hún á allan hátt mjög svo andlaus og viðvaningsleg. »Huldir harmar« heitir síðari sagan, og er þar í rauninni sæmilega gott efni, en af getuleysi og vankunnáttu með það farið. IV. Að lokum vil eg geta stuttlega tveggja bóka, eftir íslendinga, sem ekki skrifa.á móðurmáli sínu. Bækurnar eru báðar að mínu viti eftirtektarverð skáldrit og svo íslenzk, að aðrir en íslendingar hefðu eigi getað skrifað þær. Gunnar Gwnnarsson er fyrir löngu orð- inn frægur rithöfundur víða um lönd, þó að vinsældir hans hafi verið misjafnar mjög á fslandi. Og enginn núiifandi ís- lendingur hefir vakið slíka eftirtekt á þjóð sinni og landi sínu sem Gunnar. Síð- 12

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.