Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1930, Blaðsíða 44
90 NÝJAR KVÖLDVÖKUR asta bók hans heitir »Svartfugl« og fjall- ar um hið alkunna Sjöundármál. Er síra Eyjólfur Kolbeinsson í Saurbæ á Rauða- sandi látinn segja söguna, og tekst Gunn- ari afbrigða vel að mínum dómi að gera frásögn séra Jóns eðlilega frá upphafi til enda — og eins að láta oss sjá hverja persónu fyrir sig svo ljóslifandi sem vér hefðum þekt hana sjálfir. Síra Eyjólfur, sýslumaðurinn, Steinunn, Bjami, og s. frv. — alt er þetta fólk að því er virðist ógleymanlegt að lestrinum loknumJ Og harmleikur sá, sem frá er sagt, er skráð- ur óafmáanlega í minni lesandans — enda er yfir allri bókinni skelfingubland- in, djúp, en þó hálfvegis barnsleg lífsal- vara. Að minni hyggju er þetta mesta og bezta verk Gunnars Gunnarssonar og sannarlega þess vert, að það væri þýtt á íslenzku. Kristmann Guðmundsson fór fyrir fám árum allslaus að fé og fræðslu til Noregs, en er nú orðinn einhver hinn mest lofaði höfundur, er á norsku skrifar. Mesta at- hygli hefir síðasta bók hans vakið. Seld- ist hún einna mest allra bóka, er út komu í Noregi árið sem leið. Heitir hún »Livets morgen« og gerist hér á landi um og eftir miðja 19. öld. Er hún fjölbreytt ah atburðum og mannlýsingum, stíllinn þróttmikill og markviss og margar lýs- ingar hinar glæsilegustu. Er óhætt að fullyrða, að lýsingar Kristmanns á þjóð og landi muni hvar sem er vekja athygli og áhuga á íslenzkum efnum — og mun svo fara sem áður fyr, að bókmentirnar afli íslendingum meiri vinsælda og virð- ingar en nokkuð annað. Það verður þjóð- in að athuga, og haga sér eftir því. Guðm. Gísla-son HagaUn. Norður á Kolbeinsey. Saga eftir Theodór Friðriksson. Þegar við förum að eldast og lýjast — sjómennirnir, — verðum við fyrir mis- jöfnum áhrifum, á einverustundum, og rifjast þá oft upp fyrir okkur gamlar endurminningar, — bæði mjúkar og harðar, eða ljúfar eða sárar, eftir atvik- um. Og er það stundum kallað, að menn séu þá komnir á raups-árin. Nú rifjast upp fyrir mér, eitt lítið atvik frá fyrri árum, þegar eg átti að heita að vera upp á mitt ið bezta. Og var þá sjómaður. — Eg var þá á hákarlaskipi. Það örðugasta og versta af vertíðinni, var nú gengið um garð hjá okkur á skip- inu, frá því að því var lagt út um vetur- inn. Frostgarðar og hríðar, pínandi myrkur og dæmafátt erfiði og vökur með köflum, höfðum við orðið að þola. — Reglulegar svaðilfarir með sprettum við hákarladráp norður í íshafi. — Það hafði nú líka stundum kastast í kekki á milli manna, eins og gengur, þeg- ar orrahríðin stóð sem hæst, og hver rak eftir öðrum með óhljóðum og ragni. Reyndar þótti það hálfgert hreystimerki á þeim árum. Nú var þessu öllu saman slegið niður. Og komið langt fram á vor.--------

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.