Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Side 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Side 8
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ar og höíðu forfeður hans í beinan karllegg búið í Skógum í fjóra ættliðu en komið þangað af Norðurlandi. Er sá uppruni ætt- arinnar óviss. Matthías ólst upp með foreldrum 'sínum til ellefu ára aldurs, en varð þá, sökum fá- tæktar, að fara til vandalausra. Vorið 1848 kom móðir hans honum fyrir hjá bróður sínum, séra Guðmundi Einarssyni á Kvenna- brekku. Var það ætlunin, að hann lærði und- ir skóla, en starf hans lenti meir í fjár- geymslu og öðrum heimilisstörfum, svo að eftir fermingu var honum komið fyrir hjá Sigurði Johnsen kaupmanni í Flatey, frænda sínum. Hófst þar nám hans hjá sr. Eiríki Kúld, er var aðstoðarprestur föður síns í Flatey-. Var það fyrst ætlað að hann yrði verzl- unarmaður og var því sendur rúmlega tví- tugur, haustið 1856, til Kaupmannahafnar, til að kynnast kaupsýslu og menntast í mál- um. Þar sló hann sér brátt saman við stú- denta við háskólann og kynntist þar m. a. skáldinu Steingrími Thorsteinssyni og tókst með þeim ástúðarvinátta. Hafði þetta mjög mikil áhrif á þroskaferil Matthíasar, með því að hugur hans hneigðist nú meir að skáldskap en áður. Er hann kom heini vor- ið eftir, þótti sýnt, að hugur hans yrði lítt saminn við kaupmennsku og gengu þá í það góðir menn, aðallega fyrir milligöngu frú Þuríðar Kúld, systur Benedikts Gröndal að koma honum til mennta. Haustið 1859 settist hann í 3. bekk Lat- ínuskólans í Reykjavík, þá 24 ára að aldri og útskrifaðist stúdent 1863. I skóla samdi Matthías »Útilegumennina« er brátt urðu mjög vinsælir og fengu seinna nafnið »Skugga-Sveinn«, eftir aðalpersónunni. I Prestaskólanum var hann tvö næstu ár og útskrifaðist þaðan 1865. Á þeim árum þýddi hann Friðþjófssögu Tegnérs á íslenzku. Hún hefir einnig orðið mjög vinsæl og komið út fjórum sinnum, seinast nú á aldarafmælinu i forkunnar fagurri útgáfu. Árið 1866 vígð- ist svo sr. Matthías til Kjalarnessprestakalls og fór að búa í Móum. Þar sótti að honum ýmislegt mótlæti. Hann hafði á námsárum sínum gengið að eiga Elínu Knudsen, dóttur Diðriks Knud- sens, timbursmiðs í Reykjavík. Dó hún úr taugaveiki á annan dag jóla 1868. I annað sinn kvæntist sr. Matthías og gekk þá að eiga Ingveldi dóttur Ólafs Johnsens prófasts á Stað. Var brullaup þeirra haldið með mik- illi rausn á Stað í júlí 1870. En þeim varð skammra samvista auðið, því að hún lézt árið eftir. Á Móum þýddi Matthías þrjú leikrit Sha- kespeares: »HamIet«, »Othello« og »Rómeo og Júlía«. En eftir missi miðkonu sinnar greip hann svo mikið óyndi, að hann fýstist af landi á burt. Dvaldi hann veturinn 1871 —72 í Englandi og Danmörku, langst af í Kaupmannahöfn, með ríkisstyrk til að kynna sér lýðháskólafyrirkomulag Grundtvigs. Þann vetur þýddi hann »Macbeth« og »Manfred« og komst í kynni við ýmsar stefnur og strauma í heimspeki og trúmál- um. Ferðaðist því næst nokkuð um Noreg, en tók við prestakalli sínu aftur um sumarið. Þó mun nú hafa -verið tekið svo mjög að losna um trúarskoðanir Matthíasar, að hann undi nú lítt við prestsstöðuna í bili og fór aftur til Englands og dvaldi þar veturinn 1873—74, að mestu hjá enskum unitara- presti. Tóku þá skoðanir hans mjög að fest- ast til hinnar frjálslyndari stefnu í trúmál- um og reyndust Unitarar honurn drengir góðir og fengu honum fé til að kaupa Þjóð- ólf í því skyni, að boða íslendingum frjáls- lyndar lífsskoðanir. Hefir það fé borið ríku- legan ávöxt í andlegu lífi þjóðarinnar. Matthías settist nú að sem ritstjóri í Reykjavík og kvæntist þá í þriðja sinn 1875 Guðrúnu Runólfsdóttur frá Móum. Þeim varð 11 barna auðið og er elstur þeirra Steingrímur Iæknir á Akureyri. Um þetta leyti var vakning mikil í þjóð- lífinu í sambandi við þjóðhátíðina 1874.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.