Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 8
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ar og höíðu forfeður hans í beinan karllegg búið í Skógum í fjóra ættliðu en komið þangað af Norðurlandi. Er sá uppruni ætt- arinnar óviss. Matthías ólst upp með foreldrum 'sínum til ellefu ára aldurs, en varð þá, sökum fá- tæktar, að fara til vandalausra. Vorið 1848 kom móðir hans honum fyrir hjá bróður sínum, séra Guðmundi Einarssyni á Kvenna- brekku. Var það ætlunin, að hann lærði und- ir skóla, en starf hans lenti meir í fjár- geymslu og öðrum heimilisstörfum, svo að eftir fermingu var honum komið fyrir hjá Sigurði Johnsen kaupmanni í Flatey, frænda sínum. Hófst þar nám hans hjá sr. Eiríki Kúld, er var aðstoðarprestur föður síns í Flatey-. Var það fyrst ætlað að hann yrði verzl- unarmaður og var því sendur rúmlega tví- tugur, haustið 1856, til Kaupmannahafnar, til að kynnast kaupsýslu og menntast í mál- um. Þar sló hann sér brátt saman við stú- denta við háskólann og kynntist þar m. a. skáldinu Steingrími Thorsteinssyni og tókst með þeim ástúðarvinátta. Hafði þetta mjög mikil áhrif á þroskaferil Matthíasar, með því að hugur hans hneigðist nú meir að skáldskap en áður. Er hann kom heini vor- ið eftir, þótti sýnt, að hugur hans yrði lítt saminn við kaupmennsku og gengu þá í það góðir menn, aðallega fyrir milligöngu frú Þuríðar Kúld, systur Benedikts Gröndal að koma honum til mennta. Haustið 1859 settist hann í 3. bekk Lat- ínuskólans í Reykjavík, þá 24 ára að aldri og útskrifaðist stúdent 1863. I skóla samdi Matthías »Útilegumennina« er brátt urðu mjög vinsælir og fengu seinna nafnið »Skugga-Sveinn«, eftir aðalpersónunni. I Prestaskólanum var hann tvö næstu ár og útskrifaðist þaðan 1865. Á þeim árum þýddi hann Friðþjófssögu Tegnérs á íslenzku. Hún hefir einnig orðið mjög vinsæl og komið út fjórum sinnum, seinast nú á aldarafmælinu i forkunnar fagurri útgáfu. Árið 1866 vígð- ist svo sr. Matthías til Kjalarnessprestakalls og fór að búa í Móum. Þar sótti að honum ýmislegt mótlæti. Hann hafði á námsárum sínum gengið að eiga Elínu Knudsen, dóttur Diðriks Knud- sens, timbursmiðs í Reykjavík. Dó hún úr taugaveiki á annan dag jóla 1868. I annað sinn kvæntist sr. Matthías og gekk þá að eiga Ingveldi dóttur Ólafs Johnsens prófasts á Stað. Var brullaup þeirra haldið með mik- illi rausn á Stað í júlí 1870. En þeim varð skammra samvista auðið, því að hún lézt árið eftir. Á Móum þýddi Matthías þrjú leikrit Sha- kespeares: »HamIet«, »Othello« og »Rómeo og Júlía«. En eftir missi miðkonu sinnar greip hann svo mikið óyndi, að hann fýstist af landi á burt. Dvaldi hann veturinn 1871 —72 í Englandi og Danmörku, langst af í Kaupmannahöfn, með ríkisstyrk til að kynna sér lýðháskólafyrirkomulag Grundtvigs. Þann vetur þýddi hann »Macbeth« og »Manfred« og komst í kynni við ýmsar stefnur og strauma í heimspeki og trúmál- um. Ferðaðist því næst nokkuð um Noreg, en tók við prestakalli sínu aftur um sumarið. Þó mun nú hafa -verið tekið svo mjög að losna um trúarskoðanir Matthíasar, að hann undi nú lítt við prestsstöðuna í bili og fór aftur til Englands og dvaldi þar veturinn 1873—74, að mestu hjá enskum unitara- presti. Tóku þá skoðanir hans mjög að fest- ast til hinnar frjálslyndari stefnu í trúmál- um og reyndust Unitarar honurn drengir góðir og fengu honum fé til að kaupa Þjóð- ólf í því skyni, að boða íslendingum frjáls- lyndar lífsskoðanir. Hefir það fé borið ríku- legan ávöxt í andlegu lífi þjóðarinnar. Matthías settist nú að sem ritstjóri í Reykjavík og kvæntist þá í þriðja sinn 1875 Guðrúnu Runólfsdóttur frá Móum. Þeim varð 11 barna auðið og er elstur þeirra Steingrímur Iæknir á Akureyri. Um þetta leyti var vakning mikil í þjóð- lífinu í sambandi við þjóðhátíðina 1874.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.