Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 15
STARFANDI STÚLKUR 157 'vildi ekki eiga ást hennar í samlögum við verzlun! En sú líka hugmynd! Konan hans — Árna Lindgrens lögmanns ætti að reka verzlun! Hann sneri sér við og leit á hana. En hve hann elskaði þessa litlu, ákveðnu persónu með þrjózkusvip- inn á fallega andlitinu sínu. Hann reyndi enn á ný. „Á þá verzlunin þín endilega að koma xipp á milli okkar, Ruth?“ ,,Það er þú, sem skákar henni á milli okkar,“ sagði Ruth. „Hún hefir þar ekkert að gera og myndi heldur aldrei hafa kom- ið þangað, ef þú hefðir ekki verið svo ó- .skiljanlega þröngsýnn.“ „Ég þröngsýnn?“ „Nefndu það hvað sem þú vilt. Ég kalla það þröngsýni.“ „Þú ert ósanngjörn! Seldu verzlunina, Ruth!“ „Nei, Árni.“ „Þú velur þá verzlunina.“ „Það virðist svo,“ sagði Ruth stillilega. „Sælar, fröken forstjóri!“ Árni Lindgren hneigði sig djúpt og stóð iyrr, eins og hann væri að bíða eftir, að hún segði: Sælir, herra yfirdómslögmað- ur. En Ruth sagði ekki neitt. Hún drap höfði lítið eitt og sneri baki við honum. Rétt á eftir heyrði hún hurðinni lokað að baki sér. Hún sneri sér snöggt við. Fór hann virkilega? Fór hann? Hún hljóp fram að dyrunum og greip í hurðarsnerilinn, hún .ætlaði að kalla á hann og segja, að henni væri alveg sama um verzlunina, og að Aggí og Tit yrðu að sjá um sig sjálfar. Æ, nei — annars! Hún sleppti hurðarsnerlinum og gekk hægt inn yfir gólfið. Hvernig var það nú annars, hafði hún ekki verið helzt til óvandvirk með blómin áðan, til þess að verða fljótt búin? Hún fór ofan í búðina og tók til að dunda við blómin að óþörfu og alveg ó- sjálfrátt. Hún var lengi að snúast þar. Er hún stóð í dyrunum og leit í síðasta sinn út yfir blómabreiðurnar áður en hún færi, hugsaði hún með sér, að þetta væru dýr blóm. Borguð með hamingju minni, hugsaði hún og hló kaldhæðnislega að sjálfri sér eftir á. En hjarta hennar var þungt sem blý. Þannig varð fyrsti trúlofunardagur þeirra einnig hinn síðasti. ❖ >:: Að því er virtist, voru vandfundnar þrjár hamingjusamari vinkonur en Tit, Aggí og Ruth. Þær hlógu og spauguðu seint og snemma og sögðu daglega, að lífið væri dásamlegt. Aggí fannst það raunverulega, Tit var farið að finnast það, en Ruth sagði það aðeins. Hún varð fölari í andliti og megraðist dag frá degi, án þess að vin- konur hennar, sem höfðu allan hugann við sig og sitt, tækju eftir því. Öðru hvoru hafði Tit það’til að segja að hamingjan góða, hvað það er langt síðan ég hefi séð Árna Lindgren núna! Eruð þið hætt að hittast núna? Mér þótti hann vera svo agalega huggulegur, og ég hélt eiginlega að þú værir hrifin af honum. En hún tók aldrei almennilega eftir hverju Ruth svar- aði. Ekki af því að henni væri sama um það, heldur blátt áfram af gleði yfir því, að nú gat hún hugsað til Sverris Eker án sársauka og sorgar, og mest var þó gleðin yfir því, að nú liðu heilir dagar án þess að hún einusinni hugsaði til hans. Hún var létt í skapi og frjáls, og henni fannst sjálfri að hún væri orðin að „betri mann- eskju“. Hún hafði fengið nokkur bréf frá Eker. Það fyrsta rétt eftir að hann var kominn aftur. Hann var mjög hissa á því, að hún skyldi hafa hætt hjá Eilertsen & Sönner A/s. Hvers vegna? Tit svaraði ekki. Hún taldi víst að hann myndi muna

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.