Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Side 21
STARFAJNIDI STÚLKUR 163 helminginn", en komst að þeirri niður- stöðu, að það myndi skerða gleði hennar. Ofurlítið meiri eða minni afborgun lá henni í léttu rúmi. Hún var nú einu sinni svona gerð, elsku litla konan hans, og hún varð víst aldrei öðru vísi heldur. „Nú er þá líklega enginn sá hlutur til framar, sem þú óskar þér hérna inni,“ sagði hann og litaðist um í herberginu. „Jú,“ sagði Aggí fljótmælt. „Teborð. „Það á að standa þarna!“ „Hvað kostar teborð?“ „Um tuttugu krónur hjá Steen og Ström.“ Hann sveiflaði henni ofan af hnjánum -k sér og stóð upp. „Flýttu þér að búa þig, svo bílum við ofan til Steen og Ström og kaupum eitt.“ Aggí glápti á hann alveg hissa. „Meinarðu þetta?“ stundi hún upp. „Auðvitað." „En þú, sem ekki þolir afborgun!“ „Út í hönd, stúlka mín, út í hönd,“ sagði Friðrik og sló á vinstri vestisvasann þar sem fimmtíu og fimm aurarnir lágu. „Hefirðu tuttugu krónur þarna?“ „Nei, en ávísanahefti í bakvasanum,“ sagði Friðrik. „Eigum við að borða áður en við förum eða þegar við komum aftur?“ spurði Aggi — hún var nærri því skjálfrödduð af ein- tómri hrifningu. „Eftir á. Annars fáum við það ekki sent heim í dag, og þú vilt líklega —“ Aggí greip fram í: „Sent heim í dag! Ó, Friðrik minn, hvað þú ert inndæll strákur! Eru ekki inndæll, segirðu? Þú ert það dásamlegasta sem til er, og þú skalt fá tíu kossa^út í hönd — — og borðið skulum við fá heim í dag, þó að við þyrftum að bera það á milli okkar allan Ulleválsveginn á enda!“ ❖ Ruth var að ganga frá farangri sínum og reyndi að hugsa um, hve það yrði gam- an að sjá aftur foreldra sína og systkini. Einkum Evu. En Eva væri vís til að gera henni nokkuð nærgöngular spurningar. Og það yrði nú ekki eins skemmtilegt, en hjá því yrði ekki komizt. Hún yrði blátt áfram að segja Evy allan sannleikann, og svo væri því máli lokið í eitt skipti fyrir öll. „Jæja þá. í rauninni þótti henni vænt um, að hún hafði farið með Rönning á Bristol. Hún hafði að vísu ekki skemmt sér, en henni hafði orðið það ljóst, að þessi ást, sem Árni hafði talað um, gat nú ekki hafa verið sérlega sterk né heit. Hefði hún verið það, gæti hann ekki nú þegar hafa skemmt sér svo vel með annari stúlku. Henni datt það ekki í hug, að Árni gæti haft fyllstu ástæðu til að hugsa alveg hið sama. Þegar hún færi nú burt úr Ósló og ræk- ist ekki á hann í sífellu, þá myndi hún væntanlega ná sér alveg aftur. Það var hringt, og hún heyrði stúlkuna ljúka upp. Svo heyrði hún rödd. Var hún farin að verða eitthvað undar- leg eða rugluð? Henni fannst endilega, að það væri rödd Árna, sem hún hafði heyrt. Hjarta hennar virtist hafa setzt að alveg upp undir hálsi, og hún varð svo ein- kennilega máttlaus í hnjánum. O-nei, hver svo sem það var, þá var það ekki Árni. Auðvitað einhver gestur til húsmóðurinnar. Hún varð allt í einu bál- reið við sjálfa sig, tók andlegt tak í axl- irnar á sjálfri sér og hristi Ruth alla ræki- lega: Hertu upp hugann og sansaðu þig, manneskja! Þá var barið að dyrum, og hún sagði ósjálfrátt: „Gerið svo vel.“ Það var Árni. Hann stóð í dyrunum hár og beinvax- inn og horfði á hana hlýjum augum full- um af ástúð.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.