Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 24
166 NÝJAR KVÖLDVÖKUR og strauma“. Einungis frá þeim sjónar- hól er unnt að lýsa baráttunni í réttum hlutföllum og öðlast þá samúð, sem er frumskilyrði alls dýpra skilnings á hátt- erni mannanna og lífinu í heild. En auðviitað verður þó. skáldið að hafa staðið sjálft í eldinum, stigið niður til heljar allra mannlegra hörmunga og risið upp til himins fagnaðarins, því að allt og hið eiina, sem það hefir að gefa, er reynsla sinnar eigin sálar og það er auður þessa sálarlífs, hinar óvæntu og voldugu víð- áttur þess sem hrífa oss, hvort heldur sem er í fagurri sönglist, ljóðum eða öðrum skáldskap, af því að þær ljúka jafnframt upp fyrir oss leyndardómum vors eigin vitundarlífs og leiða oss á þann hátt inn í æðni og fyllri tilveru. Það eru þessar dýpri tilfinningar og á- tök mannssálarinnar, sem ljóð Guðmund- ar Böðvarssonar túlka. UndirstTaumur ljóðanna er að vísui tregasár og efandi, en hvað er líka trúin ef hún er sjálfsagður hlutur, ef hún er ekki vogun og áhætta eins og allt lífið? Skáldið má sízt vera án þeirrar þenslu hugsana- og tiilfinningalífs- ins og þeirra sífeldu litbrigða, sem hin tíðu skipti ljóss og myrkurs verða vald- andi, vonarinnar og kvíðans, trúarinnar og örvæntingarinnar. í fyrst'a og síðasta kvæðd bókarinnar, sem bæði eru snilldargóð, berjast um völdin í huga skáldsins vonin og örvænt- ingin. Seinasta kvæðið: „Ok velkti þá lengi í hafi“, lý|ir ferðdnni um voldugt og veglaust haf í svarta myrkri, þar sem all- ir þrá landið og leita þess. Og einhver segir: Eg sé land! Þá verður uppi fótur og fit og menn renna sjónum út í myrkr- ið með fögnuði. Svo deyr vonin aftur: „En unglingsrödd spurði: Hvar erum við stödd? — Eg sá ekkert land. Og enn þá rauf þögnina einmana rödd: Eg sá ekkert land. — Svo varð aftur hljótt. Það var auðn. Það var nótt. Það var ekkert land.“ í fyrsta kvæðinu: „Til þín, Mekka“ er með furðu mikilli skáldlegri fegurð sett fram draumsýn trúmannsins andspænis þessari vonlausu siging. Þar er mannlífið táknað með eyðimerkurferð, en Mekka er draumaborgin, sem allir þrá, hinn heilagi staður, þangað sem allar leiðir liggja. Hrjáður og þreyttur heldur píla- grímurdnn áfram í fjálgri lotningu yfir brennheitan sandinn til austms, þó að undir niðri í sálu hans dynji strengjaspil. harmanna og efasemdanna: „Ópalliti undra þinna augun sjá um dimma nátt. Heyri eg þjót'a þúsund vængi þungum niði um loftið blátt. Hillir yfir heitan sandinn hvolíþök þín og súlnagöng, þína háu hallarturna, heyri eg þinna klukkna söng. Fyrir mínum sjónum svífa sýnir, líkt og gullin ský. — Ó, mætti eg gleyma mér og týnast musteranna hljóðleik í.“ Þarna er settur fram á yndislegan hátt þessi dularfulli draumur mannssálarinn- ar, þessi friðlausa þrá eftir hinu heilaga og eilífa, sem í hverju brjósti hrærist. Og þó að höfundurinn sitandi sjálfur á vegamótum, og búist við að verða einn eftir á eyðimörkinni, þá endar hann þó kvæðið með þessum hugðnæmu orðum: Einn eg b,ið og þrái — og þakka, að þess mér ekki varnað sé. Til þín, Mekka, í austuráttu augum sný og fell á kné. Engu síður speglar kvæðið: í sólskiniy hina sáru lífsþrá, sem hverri lifandi veru

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.