Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 29
HNEFI OG AUGA
171
urinn er), þessvegna breytti hann um að-
ferð, hoppaði á öðrum fæti, en hafði hinn
yfir bak hafursins. En ferðin gekk æði
skrykkjót't.
Jónas og hafurinn voru að upplagi mjög
ólíkir, enda höfðu þeir oft elt grátt silfur
saman, og aldrei orðið á eitt sáttir. Jónas
hafði gaman af svona ferðalögum, en haf-
urinn ekki; þannig voru skiptar skoðanir
í því máli. Og nú hafði Jónas púðurflösk-
una í annarri hendinni og gat því illa
neytt sín, enda fór allt í hundana, þegar
heim kom á hlaðið. Jónas daitt af baki og
hafurinn gaf sigur sinn til kynna með
löngu: bæ-æ-æ!
Það var horfandi á dánumanninn! Hann
hékk í hornum hafursins, og stóð á fætur,
án þess að sleppa tökum. Nú fann hafur-
inn að hann gat ekki stangað, en hann gat
streytzt á móti og það gerði hann. Jónas
lét engan bilbug á sér finna. Hann var
orðinn kafrjóður í framan og starði köld-
um, bláum augum á hafurinn. Augu haf-
ursins lágu í leyni undir loðnum brún-
um; þau voru heldur ekki vingjarnleg.
Jónas þagði og hafurinn sagði heldur ekki
margt. Hver gagnvant öðrum voru þeir
eins og sönn ímynd afturhalds og fram-
sóknar. Hárlufsurnar gægðust upp um
gat á húfu Jónasar, hnjákollarnir út úr
buxunum, skyrtan skítug og rifin upp
fyrir haldið og — og horinn niður úr nef-
inu. Hann var sannkallað snyrtimenni.
Þögnin var löng og boðaði stórtíðindi.
Loks hreytti Jónas út úr sér með inni-
legum sannfæringarkrafti:
„Helvíiti's kvikindið!“
Því svaraði hafurinn ekki, en mjakaði
sér aftur á bak að fjalhögginu. Jónas var
í minni hluta og varð því að fylgjast með.
Hann hafði komið auga á sveðju, sem
stóð í fjalhögginu, með henni hugði hann
að hefna sín.
Hér í sveitinni er venja að slátra geit-
um á þann hátt, að slátrarinn sest klof-
vega yfir þær og keyrir svæfingarjárnið á
kaf niður í hnakkagróna. Það nægir
venjulegast. En við geitur, sem aðeins á
að hirta, er sú aðferð ekki hæ'ttulaus. Þá
er hentugra að lemja þær með staiur; yf-
ir túngarðinn fara þær varla þann dag-
inn.
Ekki veit ég hvort Jónas ætlaði sér
heldur að deyða hafurinn eða hirta, og
þori því ekki að bera ábyrgð á verknaði
hans — en hann miðaði sveðjunni vendi-
lega og ýtti á. —
Bæ-æ-æ! emjaði hafurinn.
Hann bar sig mjög aumlega, þó að sveðj-
an kæmist varla inn úr skinninu. En mik-
ið blæddi. Þeiir hentust nú fram og aftur
um hlaðið, og hafurinn emjaði sáran. Jón-
as óittaðist að hljóðin heyrðust, og mælti
því:
„Hættu þessiu bölvuðu orgi! Víst var
það sárt, en nú ertu búinn að grenja nóg.“
Þegar ekkert dugði, sleppti hann tök-
um.
í raun og veru kemur þessi formáli
ekki beinlínis sögunni við, en megi ég
ekki segja frá öllu, hætti ég. Púðurflask-
an var heil ennþá; það gladdi Jónas stór-
lega. Hann hélt varlega á henni eins og
litlum fugli, þegar hann fór inn til þess
að leita að íkveikjuþræðinum. Það er
enginn barnaleikur að kveikja í púðri í
fyrsta sinn, og Jónas vissi mikið vel að
ekki dugði að setja eldspýtuna í púðrið,
heldur þurfti langan þráð. Það gekk illa
að koma bandspottanum gegnum tapp-
ann, en með þolinmæðinni tókst það. Öllu
ver gekk með síðari hluta skemmtiskrár-
innar.
Kötturinn hafði leitað hi'tans eins og
hann er vanur, og sat nú beint framund-
an ofnimum og ornaði sér við eldinn.
Og nú skal ég segja ykkur hvernig það
atvikaðist að ofninn varð byssan og kött-
urinn forhlaðið. Jónas kom sprengiefninu
fyrir fast við köttinn; honum fannst, sem
22*