Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Page 32

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Page 32
174 NÝJAR KVÖLDVÖKUR „Nei, eg sé víst aldrei neitt fram- ar-------“ Hún smurði og grét. Jónas var sárþjáður og hágrét og hin börnin grétu líka, hvert í kappi við ann- að. „Láttu mig smyrja þig, Jónas minn! Eg veit það sakar ekki. Kannske þú viljir fá rjóma að drekka?“ Hann gæti ósköp vei borðað eitthvað, ef hún vildi endilega. Honum væri fyrir beztu að deyja strax, úr því hann væri orðinn blindur. Hún fleytiti enn á disk og gaf honum. Rjómi er góður á bragðið, en Jónas treindi sér hann eftir föngum (þessi bölv- aði hrekkjalimur). Fóstra hans mataði hann og hann glennti opið ginið eins og ungi í hreiðri, en þess á milli kveinaði hann og stundi til að viðhalda trúnni hjá kerlingunni. Eftir þessa athöfn lagði hann sig til svefns. Fóstran var eirðarlaus og þorði ekki að yfirgefa rúm hans andartak. „Sérðiu ekkerib, Jónas minn?“ „Nei, ég sé ekkert, en mig svíður í aug- un —“ „Eg skal halda áfram að smyrja þig, meðan nokkur rjómalögg er til.“ Þannig eyddist rjóminn smátt og smátt á augnalok Jónasar — og í maga hans. Loks fór honum að leiðast þaufið. Hann hafði sannarlega annað að gera en að liggja hér. „Mamma, ég held að ég sjái dálítið.11 „Ó, guð minn góður, Jónas, er það nú satt? Guði sé lof og dýrð! Nú skal ég smyrja þig aftur! Viltu ekki meiri rjóma, elskan?“ „Æijú, kannske.“ Svo var hann smurður af'tur bæði utan og innan, þangað til rjóminn var búinn. Þá fannst honum ekki taka því að vera lengur blindur. Og smám saman varð hann alsjáandi. „En þú mátt ekki lemja mig oftar svona ókristilega, þótt ég geri eitthvað ljótt.“ „Eg skal aldrei berja þig framar, Jónas minn.“ Með það loforð fór Jónas. En að hurða- baki steypti hann sér kollhnís af mikilli leikni og svo gretti hann sig hroðalega. Guðmundur Frímann þýddi. Sten Selander: Hið visna tré. Það teygir upp þá einu grein, sem græn er hið gamla, bráðum dauða skógartré. Það er sem fakírs-armi upp til bænar í örvæntingu fórnað sé. Gef regn, lát hlýja dögg af himnum íalla. Ó, heyrið, svörtu ský, mín bænarkvein. Eg lifi ennþá, blöð og brum eg hefi. — gef blómskrúð minni einu grein. Og svarið kom, en ei sem um var beðið. Sem elding komþað, hjóí stofn þess skarð.. Og tréð allt að einu risablómi — að einu logablómi varð. — Guðmundur Frímann þýddi.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.