Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Page 36

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Page 36
178 NtjAR KVÖLDVÖKUR „Ég er aðeins það, semþú hefir gert úr mér!“ sagði hún seinlega. „Hversvegna ertu að skammast þín yfir árangrinum! Þú hefir alið mig upp í þá átt, að skeyta því engu, að ég er stúlka, og nú ræðst þú á mig og hreytir þessu framan í mig! Alla mína ævi hefir þú verið mér fyrir- mynd síngirni og þverúðar. Þarftu að furða þig á því, að ég hefi lært af þér? Þú ert ansi röksleppur, Aubrey! Það er ókostur þinn, en ekki minn. Það hlaut að taka enda með skelfingu fyrr eða seinna — það kom aðeins fyrr en mig varði. Voilá tout! Allt til þessa dags hafa áhuga- mál okkar og óskir beinst í sömu átt, en nú lítur út fyrir, að vegir okkar muni skiljast. En -eins og ég er þegar búin að segja þér: Nú ræð ég mér sjálf og æski ekki eftir, að nokkur leggi sig fram í mín málefni! Gerðu svo vel að láta þér skiljast þetta, Aubrey! Ég mæti þér i New York, eins og ég var búin að lofa — og ég er vön að efna loforð mín! Héðan af á ég líf mitt sjálf — og ég ætla að ráða mér sjálf á allan hátt og hefi ekki hugsað mér að lúta nokkuru sinni annars vilja en sjálfrar mín!“ Augu Sir Aubrey urðu örsmá og hvöss eins og hnífsoddar: „Þá vil ég innilega vona, að hamingjan sendi þér mann, sem kann tökin á því að þrælbeygja þig þig eftirminnilega!“ hrópaði hann kaldranalega upp yfir sig. „Æ, Guð hjálpi honum þá!“ svaraði hún meinfýsilega, um leið og hún gekk til tjalds síns. En hún var ekki fyrr komin inn til sín, er öll reiði var af henni runnin, og hún gat ekki annað en skemmt sér yfir því, að henni skyldi hafa tekist svona snilld- arlega að gera hinn hundlata bróður sinn bálreiðan. Hún vissi svo sem nógu vel, hversvegna hann endilega vildi hafa hana með sér, það var aðeins til þess að létta af honum megin-erfiðleikum ferða- lagsins. Jú, jú, hún þekkti hann! Auð- vitað gat vel verið, að hann einhvers- staðar innst inni lýsti ofurlítinn snefil af ótta um þettá ferðalag hennar, ef til vill líka snefil af samvizkubiti út af hinu óvenjulega uppeldi, er hann hafði veitt heni; en er öllu var á botninn hvolft, þá var það þó aðeins um sjálfan sig og sitt, sem hann var að hugsa. Það hefði svo sem getað verið nógu þægilegt fyrir hann að hafa hana með sér í Ameríku- förina að þessu sinni, þessa sérstöku og óvenjulegu veiðiför! Að þessu sinni var eigi um villidýraveiðar að ræða. Erindi Sir Aubrey yfir Atlantshaf var að þessu sinni í konuleit. Hann leit á konur sem leiðindaskepnur, og honum var það hreinasta andstyggð að hugsa til gift- inga. En þrátt fyrir það varð hann nú að ganga að þessu ógeðfellda verki í fullri alvöru: Hann varð að eignast son og erf- ingja að auðæfum sínum og gamla ættar- nafni, og af öllum þeim mikla sæg ólíkra kvenna frá ýmsum löndum heims, er hann hafði rekist á, voru amerískar kon- ur þær, sem minnst áhrif höfðu haft á hann. Og þessvegna var einmitt Ameríka fyrirheitna landið! Nú ætlaði hann því um stundarsakir að setjast að í New York og síðar meir í Newport, og þar gat hann ekki án systur sinnar verið. Hún myndi geta létt af honum óteljandi óþægindum og fyrirhöfn á margvíslegan hátt. Allt skipulag og útbúnað hins nýja heimilis hefði hann getað falið henni og Stevens gamla. Það var því eigi furða, þótt haim væri nú öskuvondur yfir því, að hún hafði sett sig upp á móti vilja hans —■ í fyrsta sinn á ævinni! Hún yppti öxlum óþolinmóðlega, er henni varð aftur hugs- að til árekstursins milli þeirra. Það hafði blátt áfram legið við, að þeim lenti í skömmum. En nú var hún alveg ákveðin. Héðan af skyldi hún aldrei framar hugsa um

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.