Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 37
ARAB AHÖFÐ JNGINN
179
Aubrey og síngirni hans! í tjaldinu var
kæfandi hiti og mollulegt, og hún lá al-
veg örmagna í mjóa ferða-beddanum sín-
um og óskaði þess innilega, að hún hefði
ekki verið eins ströng og ákveðin í fyrir-
skipun sinni um stærð hans. Það væri
svo sem við búið, ef hún sneri sér dálítið
ógætilega í þessu rúmskrípi um nóttina,
að hún bomsaði ofan í baðkerið, sem stóð
fast hjá rúminu. — ■—•
Hún var nærri því óeðlilega ofsakát
morguninn eftir, meðan þau sátu að
morgunverði, og eftir á, meðan beðið var
eftir að úlfaldalestin með farangur henn-
ar skyldi leggja af stað. Sir Aubrey var í
illu skapi og mælti ekki orð af munni.
Það var því Stevens, sem varð að halda
uppi samræðum, meðan þau tvö voru að
ganga frá nestiskörfunni, sem hún átti
að hafa með sér. Maður sá, sem kjörinn
hafði verið til hennar einka-þjónustu,
átti svo að sjá um nestið, og beið hann
nú eftir henni ásamt Mústafa Alí og tíu
tólf manns, sem áttu að vera fylgdarlið
hennar.
Loksins var allt tilbúið. Stevens kom
þó enn með nokkrar athugasemdir um
hest þann, er Díana átti að ríða.
„Allt í lagi Stevens? Allt eftir óskum?
Setjið þér nú ekki upp svona reiðisvip!
Það vildi ég, að þér hefðuð getað farið
með mér, en það var auðvitað alveg
óhugsandi. Sir Aubrey myndi hafa orðið
eilíflega ófær maður og óhamingjusamur
án yðar!“
Henni varð allt í einu ljóst, hvernig
það myndi reynast að vera á ferðalagi
án þess að hafa Stevens með sér, og bros
hennar varð alvarlegra, en til var ætlast.
Svo gekk hún aftur til bróður síns, sem
stóð enn þegjandalegur og svipþungur
og tuttlaði í yfirskegg sitt. — „Jæja, þá
held ég að það sé ástæðulaust að bíða
lengur. Þú kærir þig líklega ekki um að
þurfa að flýta þér of mikið, og þú vilt
sennilega helzt komast til Biskra fyrir
kvöldið,“ sagði hún eins stillilega og kær-
ingarlaust og henni var unnt.
Hann sneri sér allt í einu snöggt að
henni. „Díana, það er ennþá tækifæri til
að snúa við! í guðanna bænum! Hættu
við þetta! Þetta er að freista forsjónar-
innar! í fyrsta sinni var nú djúpur og
sannur tilfinningahreimur í rödd hans,
og Díana hikaði ofurlítið augnablik •—
en einnig aðeins augnablik! Hún leit á
hann og brosti dauflega.
„Mér er spurn: Hefi ég fallið um háls
þér og grátbeðið þig: „Taktu mig með þér
heim aftur, kæri bróðir og framfærandi.
Ég skal vera agalega góð telpa!“ Eða hefi
ég fleygt mér fyrir fætur þér og kveinað:
„Að heyra er að hlýða!“ Vertu nú ekki
svona hlægilegur, Aubrey! Þú veizt vel,
að ég breyti ekki áformi mínu á elleftu
stundu! Mústafa Alí mun sjá um, að allt
gangi samkvæmt áætlun — hann verður
að varðveita mannorð sitt og almennings-
álit í Biskra, og þú veizt að ríkisstjórnin
gaf honum ágætis meðmæli. Hann á það
ekki á hættu að spilla öllu þessu. Auk
þess er ég fyllilega sjálfbjarga, það á ég
þó uppeldi þínu að þakka. Ég játa það
hreinskilnislega, að ég er montin af því,
hvað þú ert góð skytta! Og jafnvel þú
sjálfur telur mig gera þér heiður og sóma
í þeim efnum!“
Hún hló glaðlega og þreif litlu marg-
hleypuna úr belti sínu, miðaði á lágan
og flatan klettastall skammt frá og
hleypti af. Hún var leikin í að skjóta
með skammbyssu, en að þessu sinni
skjátlaðist henni. Á steininum sást hvergi
neitt merki eftir skotið. Díana starði á
hann og hleypti brúnum og skildi ekkert
í þessu. Svo leit hun á bróður sinn og
síðan á marghleypuna í hendi sér.
Sir Aubrey blótaði í hljóði. — „Díana!
Hvaða montaraháttur er nú þetta!“ sagði
hann reiðilega.
23*